Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Starfskjarastefna

1. gr. Markmið

Markmið starfskjarastefnu þessarar er að gera starf hjá HS Orku hf. að eftirsóknarverðum kosti fyrir 
fyrsta flokks starfsfólk og þar með tryggja félaginu stöðu í fremstu röð. Til að svo megi verða er 
nauðsynlegt að stjórn félagsins og forstjóri hafi heimild til að bjóða samkeppnishæf laun og aðrar 
greiðslur. 

2.gr. Starfskjör stjórnarmanna

Stjórnarmönnum skal greidd föst mánaðarleg þóknun í samræmi við ákvörðun aðalfundar ár hvert, 
svo sem kveðið er á um í 79. gr. laga um hlutafélög. Varastjórnarmönnum, ef þeir eru til staðar, skal 
greidd mánaðarleg þóknun eða þóknun fyrir hvern setinn fund. Stjórnarmönnum er sitja í 
undirnefndum fyrir hönd stjórnar skal greidd sérstök þóknun fyrir slík störf, samkvæmt 3. grein. Gerir 
stjórnin tillögu um þóknunina fyrir komandi starfsár, með tilliti til mats starfskjaranefndar, og skal í 
þeim efnum taka mið af þeim tíma sem stjórnarmenn verja til starfans, sérþekkingu og reynslu 
stjórnarmanna, þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir og afkomu félagsins.

Stjórnarmenn skulu ekki njóta hlutabréfa, kaup- og söluréttar, forkaupsréttar eða annars konar 
greiðslna sem tengdar eru hlutabréfum í félaginu eða þróun verðs á hlutabréfum í félaginu.

Óheimilt er að gera starfslokasamninga við stjórnarmenn. 

3. gr. Starfskjör nefndarmanna

Nefndarmönnum í endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd skal greidd mánaðarleg þóknun, þóknun 
fyrir hvern fund eða þóknun á tíma, í samræmi við ákvörðun aðalfundar ár hvert. Gerir stjórnin tillögu 
um þóknunina fyrir komandi starfsár, með tilliti til mats starfskjaranefndar, og skal í þeim efnum taka 
mið af þeim tíma sem nefndarmenn verja til starfans, sérþekkingu og reynslu þeirra, þeirri ábyrgð sem 
á þeim hvílir og afkomu félagsins. 

4. gr. Starfskjör forstjóra

Gera skal skriflegan ráðningasamning við forstjóra, sem skal samþykktur af stjórn og hluthöfum. 
Heimilt er að endurnýja ráðningasamning við forstjóra á gildistíma hans. Skal við slíka endurskoðun 
höfð hliðsjón af mati stjórnar á frammistöðu forstjóra, þróun launakjara almennt í sambærilegum 
fyrirtækjum og afkomu félagsins.

Fjárhæð grunnlauna og annarra greiðslna til forstjóra skal taka mið af menntun, reynslu og fyrri 
störfum og skal hún ávallt vera samkeppnishæf á þeim markaði sem félagið starfar á. Önnur starfskjör 
skulu vera svo sem tíðkanleg eru hjá sambærilegum fyrirtækjum, svo sem greiðslur í lífeyrissjóð, orlof, 
afnot af bifreið og uppsagnarfrestur.

Við ákvörðun uppsagnarfrests í ráðningasamningi má hafa sérstök ákvæði um lengd uppsagnarfrests 
sem tekur mið af starfstíma forstjóra, þó að hámarki 12 mánuði. Jafnframt skal í ráðningasamningi 
geta um skilyrði uppsagnar forstjóra. Við gerð ráðningarsamnings við forstjóra skal haft að leiðarljósi 
að ekki komi til frekari greiðslna við starfslok en fram koma í ráðningasamningi. Ekki er heimilt að 
greiða starfslokagreiðslur umfram lögbundin réttindi eða viðmið. 

5. gr. Starfskjör framkvæmdastjóra

Forstjóri ræður framkvæmdastjóra innan samstæðunnar í samráði við stjórn félagsins. Við ákvörðun 
starfskjara framkvæmdastjóra gilda sömu sjónarmið og rakin eru í 4. gr., að því undanskildu að 
uppsagnarfrestur framkvæmdarstjóra skal vera 6 mánuðir að hámarki, nema stjórn samþykki annað. 

6. gr. Skaðleysi stjórnar og framkvæmdastjórnar

Félagið skal tryggja að á hverjum tíma sé í gildi venjubundin ábyrgðartrygging fyrir stjórnarmenn og 
æðstu stjórnendur, bæði starfandi og fyrrverandi, vegna krafna á hendur þeim fyrir störf þeirra fyrir 
fyrirtækið. Félagið greiðir tryggingariðgjald ábyrgðartryggingarinnar og samkvæmt skilmálum hennar 
er greiddur eðlilegur kostnaður af málsvörn gagnvart kröfum eða rannsóknum af ofangreindum toga.

Félagið skal tryggja að stjórn og stjórnendum sé haldið skaðlausum af kröfum sem á þau kunna að 
verða gerðar eða á þau kunna að falla vegna starfa fyrir félagið, að svo miklu leyti sem slík krafa er ekki 
til komin fyrir háttsemi sem metin er til ásetnings eða stórkostlegs gáleysis. 

7. gr. Kaupaukar

Heimilt er að greiða æðstu stjórnendum félagsins kaupauka í formi reiðufjár eða á grundvelli sérstakra 
áætlana þar um, sem stjórn félagsins ákveður til ákveðins tíma í senn. Skulu kaupaukar miðast við 
afkomu félagsins, frammistöðu viðkomandi starfsmanns, mikilvæga áfanga í rekstri og starfsemi 
félagsins, þ.á m. hvort settum markmiðum hefur verið náð. Árlegir kaupaukar skulu ekki vera hærri 
en þrenn mánaðarlaun og skal fresta greiðslu hluta af árlegum kaupauka í hæfilegan tíma, þar sem við 
á.

Við ákvörðun árangursgreiðslna skulu hagsmunir félagsins hafðir að leiðarljósi sem og eðlilegir og 
heilbrigðir viðskiptahættir. Umbun til stjórnenda skal því samræmast tilgangi og hagsmunum 
fyrirtækisins til lengri tíma.

Ef kaupaukagreiðslur hafa augljóslega byggst á röngum, villandi eða ónægum gögnum, skulu slíkar 
kaupaukag

8. gr. Aðrir starfsmenn

Við ákvörðun starfskjara annarra starfsmanna skulu framkvæmdastjórar einstakra sviða taka mið af 
ofangreindum reglum eftir því sem við á. Uppsagnarfrestur almennra starfsmanna skal vera 3 mánuðir 
að hámarki, nema stjórn samþykki annað eða lög eða kjarasamningar geri ráð fyrir öðru og 
starfslokagreiðslur ekki hærri en sem nemur réttindum innan þess frests, sbr. þó 7. gr

9. gr. Upplýsingagjöf

Á aðalfundi skal stjórn gera grein fyrir samtölu launakostnaðar stjórnar, forstjóra og 
framkvæmdastjóra. Þar skal jafnframt greint frá framkvæmd áður samþykktrar starfskjarastefnu.

10. gr. Samþykkt starfskjarastefnu og fleira

Starfskjarastefna félagsins skal tekin til endurskoðunar ár hvert og borin undir aðalfund til samþykktar 
eða synjunar.

Er starfskjarastefnan bindandi fyrir stjórn félagsins að því er varðar ákvæði um kaupréttarsamninga og 
hvers konar samninga eða greiðslur er fylgja þróun verðs á hlutabréfum í félaginu, sbr. 2. mgr. 79. gr. 
a. hlutafélagalaga. Að öðru leyti er starfskjarastefnan leiðbeinandi fyrir félagið og stjórn þess. Stjórn 
félagsins skal færa til bókar í fundargerðarbók frávik frá starfskjarastefnunni og skulu þau frávik studd 
greinargóðum rökum. Gera skal grein fyrir frávikum á næsta aðalfundi félagsins.

 

Þannig samþykkt á aðalfundi, þann 24. apríl 2024