Fara á efnissvæði

Stjórn HS Orku

Adrian Pike

Stjórnarformaður

Adrian Pike

Adrian Pike stjórnarformaður, fæddur 1967 og býr í Grazely Green, Bretlandi. Adrian hefur setið í stjórn félagsins síðan 2. júlí 2020. Adrian byrjaði feril sinn sem iðnnemi í rafvirkjun hjá Scottish and Southern Energy og vann sig þar upp í framkvæmdastjórn félagsins. Árið 2020 stofnaði hann félagið Anesco ltd. í samstarfi við fleiri aðila og sat þar sem framkvæmdastjóri til ársins 2016. Seinna, var Adrian meðstofnandi InstaVolt Ltd., sem rekur hraðhleðslukerfi fyrir rafbíla og situr þar nú sem stjórnarformaður.

Bjarni Þórður

Varaformaður

Bjarni Þórður

Bjarni Þórður Bjarnason, varaformaður, fæddur 1969 og býr í Reykjavik, Íslandi. Bjarni hefur setið í stjórn félagsins síðan 10 júní 2019. Hann er með próf í verðbréfamiðlun, er vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá SMU Cox School of Business.  Bjarni er einn af stofnendum Arctica Finance og starfar nú sem aðstoðarframkvæmdastjóri félagsins. Að auki, er Bjarni stjórnarmaður í Arctica Eignarhaldsfélag, Árvakri og Þórsmörk. Frá júní 2003 og til október 2009 var Bjarni forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans. 

0K1A4276.2E16d0ba.Fill 270X343 C100

Meðstjórnandi

Heike Bergman

Heike Bergmann, fædd 1968 og býr í Heidenheim an der Brenz, Þýskalandi. Heike hefur setið í stjórn félagsins frá 24. maí 2019. Hún er með MBA gráðu og er rafmagnsverkfræðingur frá Technische Universität Darmstad. Frá júlí 2016 hefur Heike gengt stöðu sem aðstoðarforstjóri hjá söludeild Afríku hjá Voith Hydro Holding GmbH & Co en áður, frá 2012, gegndi hún stöðu sem framkvæmdastjóri hjá sama fyrirtæki. Hún er varastjórnarformaður hjá Sub -Sahara Africa Initiative of the German Industry og á sæti ráðgjafaráði einkageirans hjá GIZ.

Ingunn Agnes Kro

Meðstjórnandi

Ingunn Agnes Kro

Ingunn Agnes Kro, fædd 1982 og býr í Reykjavík, Íslandi. Ingunn hefur setið í stjórn félagsins frá 10. júní 2019. Hún hefur öðlast málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi og er með próf í verðbréfamiðlun. Hún er með mastersgráðu í lögfræði og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Ingunn starfaði hjá Skeljungi í tíu ár eða á árunum 2009 til 2019, fyrst sem yfirlögfræðingur, síðar einnig sem regluvörður og frá 2017 til 2019 starfaði hún þar sem framkvæmdastjóri skrifstofu- og samskiptasviðs.

  • 86

    Starfsmannafjöldi

  • 68

    Fjöldi karla

  • 18

    Fjöldi kvenna

  • 3

    Starfstöðvar

Slide1 (1)