Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

Upplýsingaöryggisstefna

Markmið

Markmið upplýsingaöryggistefnu HS Orku er að lágmarka rekstraráhættu og hámarka öryggi upplýsinga, kerfa og verðmæta í eigu og umsjón fyrirtækisins.

Umfang

Stefnan nær til allra upplýsinga og allra net- og upplýsingakerfa sem fyrirtækið nýtir í starfsemi sinni, hvort sem þau eru í eigin eigu eða rekstri eða hjá þjónustuaðilum. Stefnan er bindandi fyrir allt starfsfólk og stjórn fyrirtækisins, og eftir atvikum þá aðila og starfsfólk þeirra sem veita HS Orku þjónustu eða sinna eftirliti með starfseminni.

Stefna

  1. HS Orka kappkostar að reka örugga og samfellda vöruafhendingu og þjónustu sem er ávallt aðgengileg fyrir viðskiptavini.
  2. HS Orka leitast við að hámarka öryggi upplýsinga, kerfa og verðmæta í eigu og vörslu fyrirtækisins.
  3. HS Orka fylgir lögum og stjórnvaldsfyrirmælum um stjórnun upplýsingaöryggis og meðferð upplýsinga og uppfyllir þær kröfur sem eftirlitsstofnanir gera á þessu sviði.
  4. HS Orka framkvæmir reglulega áhættugreiningar og úttektir til að meta þörf á breytingum á stefnu þessari og ráðstöfunum.
  5. HS Orka stuðlar að virkri upplýsingaöryggisvitund starfsfólks, þjónustuaðila, viðskiptavina og gesta með fræðslu og leiðbeiningum.