Samfélagssjóður
HS Orku
Samfélagssjóður HS Orku hefur það að markmiði að styðja við samfélagslega jákvæð verkefni einstaklinga eða hópa og eru styrkir veittir tvisvar sinnum á ári, 15. maí og 15. nóvember
Störf hjá HS orku
Hjá HS Orku starfar fjölbreyttur hópur fólks sem hefur metnað, heiðarleika og framsýni að leiðarljósi í allri sinni vinnu.
Hér er að finna upplýsingar um laus störf hjá HS Orku.
-
Erum við að leita að þér?
HS Orka er framsækið og vaxandi fyrirtæki sem byggir á sjálfbærri orkunýtingu og nýsköpun. Við erum þriðji stærsti orkuframleiðandi landsins og framleiðum rafmagn í Svartsengi, Reykjanesvirkjun, Brúarvirkjun og Fjarðarárvirkjunum. Einnig seljum við heitt og kalt vatn til heimila og fyrirtækja.
Ef þú vilt ganga til liðs við fjölbreyttan og skemmtilegan hóp og býrð yfir ríkri öryggisvitund, þekkingu, reynslu og áhuga þá hvetjum við þig eindregið til að sækja um.