Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

ÖHU kröfur til verktaka og þjónustuaðila

Öryggis- heilbrigðis og umhverfismál.

HS Orka hf. leggur mikla áherslu á öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismál (ÖHU). Gildir það um alla vinnu sem unnin er af og fyrir fyrirtækið, sama hvort vinna fari fram á starfssvæðum HS Orku eða utan þeirra

​Mikil áhersla er lögð á að allir sem starfa fyrir HS Orku fari að þeim lögum og reglugerðum sem í gildi eru og varða öryggi, heilbrigði og umhverfismál á vinnustað svo sem:​

  • Lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum  nr. 46/1980.​
  • Reglur um aðbúnað, hollustuhætti og öryggisráðstafanir á byggingarvinnustöðum og við aðra tímabundna mannvirkjagerð nr. 547/1996.​
  • Reglugerð nr. 920/2006  um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum.​

Jafnframt skulu verktakar og þjónustuaðilar fara að  þeim kröfum HS Orku er fram koma hér er varða stjórnun öryggis-, heilbrigðis- og umhverfis­mála (ÖHU) við alla vinnu sem unnin er á starfssvæðum HS Orku. 

Kröfur til verktaka og þjónstuaðila​

Notkun persónuhlífa​

Við alla vinnu á starfssvæðum HS Orku skal nota eftirtaldar persónuhlífar. Verktökum og þjónustuaðilum ber að tryggja að allir starfsmenn á þeirra vegum hafi aðgang að og noti ávallt:​

  • Öryggishjálm.​
  • Ökklaháaöryggisskó.
  • ​Öryggisgleraugu.​
  • Hanska.​
  • Utandyra skal klæðast sýnileikafatnaði.​
  • Í jarðvarmaorkuverum og á útisvæðum þeirra skal bera H2S mæli.​
  • Við slípun og meitlun skal nota andlitshlíf.​
  • Aðar persónuhlífar geta verið nauðsyn s.s. heyrnarhlífar og grímur

Tilkynningar frávika, tækifæra og ábendinga​

Við lærum af atvikum og getum gert umbætur sem koma í veg fyrir eða draga úr líkum á endurtekningu sem jafnvel gæti orðið að slysi hjá okkur eða vinnufélögum okkar.​

  • Verktökum og þjónustuaðilum ber að tilkynna öll slys, næstum slys, hættuleg atvik, hættulegar aðstæður og umhverfisatvik sem upp koma í vinnu  fyrir HS Orku
  • Tilkynna skal í kerfum HS Orku eða með því að senda póst á tilkynning@hsorka.is.

Þjálfun og hæfni.​

  • Verktakar og þjónustuaðilar skulu taka þátt í þeirri fræðslu og þjálfun sem HS Orka krefst fyrir þá vinnu er inna skal af hendi.​
  • Það er á ábyrgð vinnuveitanda að tryggja að allt þeirra starfsfólk hafi fengið viðeigandi þjálfun og hafi endurnýjað hana samkvæmt kröfu HS Orku.
  • Fyrir alla vinnu þarf að hafa lokið ÖHU námskeiði með fullnægjandi hætti og skal endurnýjum þjálfunar fara fram eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti.
  • Sértæknámskeið eru fyrir ákveðna vinnu s.s. fyrir Læsa –merkja - prófa, Vinnu í hæð, Vinnu í lokuðum rýmum og Hífingar.​

Undirbúningur verka​

  • Verktakar og þjónustuaðilar skulu framkvæma áhættumat fyrir alla vinnu og þar með talið skipuleggja hvaða varnarlögum skal beita og hvernig.​
  • Hafa skal samband við ábyrgðaraðila verksins hjá HS Orku til þess að ákveða vinnutilhögun. ​
  • Tryggja skal að allir starfsmenn séu með öll þau réttindi sem nauðsynleg eru.​
  • Afla þarf starfsleyfis frá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja fyrir vinnu vinnuvéla á vatnsverndarsvæðum og vinnuvélar þurfa að vera skoðaðar m.t.t. lekavarna​

Koma á starfssvæði HS Orku​

  • Verktaka ber að tilkynna komu á svæðið til ábyrgðaraðila HS Orku og fá hjá honum verkleyfi eða verkbeiðni.​

Tæki og verkfæri​

  • Verktaki skal sjá til þess að ástand tækja og verkfæra í hans eigu eða umsjá sé gott og uppfylli ákvæði laga og reglna.​
  • Aldrei má má nota tæki sem öryggishlífar hafa verið teknar af.
  • Uppsogsbúnaður skal vera til staðar í vinnuvélum sem eiga leið inn á vatnsverndarsvæði.

Vinnuvélar, farartæki og umferð​

  • Allir sem vinna á vinnuvélum eða öðrum farartækjum skulu hafa viðeigandi réttindi (fremsti stafur í skráningarnúmeri vinnuvélar segir til um réttindaflokk á vinnuvélaskírteini). ​
  • Alltaf skal fylgja umferðareglum og merkingum.​
  • Vinnuvélar og farartæki skulu ekki höfð í lausagangi.​

Vinna við háskalega orku​

  • Þegar unnið er við orku sem óvænt gæti leysts úr læðingi og valdið skaða skal einangra orkugjafa samkvæmt ferli  HS Orku „Læsa – Merkja – Prófa“​
  • Allir sem vinna við háskalega orku skulu hafa fengið til þess þjálfun sem viðurkennd er af HS Orku.​

Vinna í lokuðum rýmum​

  • Þegar vinna þarf í lokuðum rýmum skal fara eftir reglum HS Orku „Vinna í lokuðum rýmum“.
  • Allir sem vinna í lokuðum rýmum skulu hafa fengið til þess þjálfun sem viðurkennd er af HS Orku.

Vinna í hæð​

  • Ávallt skal leitast við að vinna verk á jörðu niðri eða á föstum pöllum.
  • Þegar nauðsynlegt er að vinna þar sem fallhætta er til staðar (1,8 m) skal ávallt beita fallvörnum.​
  • Jafnframt skal beita fallvörnum þar sem hætta er á alvarlegum slysum í kjölfar falls úr minni hæð s.s. ef sérstakar hættur eru á undirlagi.​
  • Ef nauðsynlegt er að vinna í fallbelti skulu starfsmenn hafa fengið til þess þjálfun sem viðurkennd er af HS Orku. ​

Vinna í stigum og tröppum​

  • Allir lausir stigar og tröppur skulu uppfylla staðal EN 131 Professional.​
  • Forðast skal að vinna úr stiga, en sé það nauðsynlegt skal ávallt tryggja þriggja punkta snertingu.​
  • Stigi skal vera vel festur eða stutt við hann af öðrum aðila.​
  • Ef nota ástiga til að fara upp á brún skal hann ná a.m.k. 1 meter upp fyrir brún.​
  • Hjólaverkpallar skulu uppfylla staðal EN 1004 en einnig er vísað í reglugerð um röraverkpalla nr. 729/2018.​
  • Ávallt skal forskoða stiga, tröppur og verkpalla fyrir hverja notkun.

​Hífingar

  • Kranastjórnandi skal framkvæma öryggisprófun (forskoðun) áður en vinna hefst.​
  • Kranastjórnanda er óheimilt hífa byrði yfir fólk og/eða farartæki.​
  • Óheimilt er með öllu að ganga undir byrði eða leggja fartækjum þar undir.​
  • Aðilar sem koma að hífingu skulu aldrei fara nær en sem nemur 1,5x hæð byrðarinnar, nema annað sé tekið fram í áhættugreiningu
  • Aðilar óviðkomandi hífingu skulu aldrei fara nær en 3 metrar eða 1,5x hæð byrðarinnar, eftir því hvort gengur lengra, nema annað sé tekið fram í áhættugreiningu.​
  • Ávallt skal forskoða hífibúnað fyrir hverja notkun.​

Eiturefni og hættuleg efni​

  • Efni merkt með varnaðarmerkingum skal geyma á tryggan og öruggan hátt.​
  • Vertakar og þjónusutaðilar bera ábyrgð á að öryggisblöð séu ávallt aðgengileg þeim sem nota efnin og notkun sé í samræmi við þau.
  • Efni merkt með varnaðarmerkingum (s.s. olía) skulu ekki rata í niðurföll eða út í umhverfið og skal fargað sem spilliefni​
  • Hreinsa skal upp efni merkt með varnaðarmerkingum og koma í spilliefnaförgun.​

Hráefni​

  • Nota skal hráefni og auðlindir á ábyrgan hátt og forðast sóun.​
  • HS Orka gerir kröfu um flokkun alls úrgangs. ​
  • Hjá HS Orku eru förgunarílát fyrir málma, timbur, steinefni (s.s. gler, steypu, múr), rafgeyma og rafhlöður, rafbúnað, hjólbarða, ljósaperur, spilliefni, plast, pappír, pappa og bylgjupappa, skilagjaldsskyldar umbúðir, lífrænan úrgang og óendurvinnanlegan úrgang.​
  • Ílát má finna víða á athafnasvæðum HS Orku en helsti móttökustaðurinn er við lager í Svartsengi​