Fara á efnissvæði

Fréttir

07.06.2023

Stærsti hraðhleðslugarður landsins tekinn í notkun

Stærsti hraðhleðslugarður landsins var formlega tekinn í notkun síðdegis í gær en hann er staðsettur við Aðaltorg í Reykjanesbæ, steinsnar frá Keflavíkurflugvelli.

24.05.2023

HS Orka með í þróun þörungafóðurs fyrir mjólkurkýr sem draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda

Einn af mörgum samstarfsaðilum CircleFeed verkefnisins er HS Orka sem skoðar að staðsetja verkefnið í Auðlindagarðinum þar sem verkefnið fellur vel að framtíðarhugmyndum um hringrásarhagkerfi innan Auðlindagarðsins.

23.05.2023

Úthlutað úr Samfélagssjóði HS Orku

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði HS Orku en 70 umsóknir bárust í sjóðinn fyrir ýmis verðug verkefni.

11.05.2023

Stækkun Reykjanesvirkjunar formlega í rekstur

Stækkun Reykjanesvirkjunar, REY4, er nú formlega komin af framkvæmdastigi yfir í rekstur en rekstrarsvið HS Orku tók formlega við REY4 af tæknisviði fyrirtæksins í lok síðasta mánaðar.

04.05.2023

Sjálfbærniskýrsla HS Orku fyrir árið 2022

Út er komin sjálfbærniskýrsla HS Orku fyrir árið 2022. Í skýrslunni er greinargott yfirlit yfir starfsemina og ljósi varpað á helstu málefni og álitamál sem varða áhrif fyrirtækisins á umhverfi þess, samfélagið og efnahag.

03.05.2023

Besta rekstrarár HS Orku frá upphafi

Árið 2022 var besta rekstrarár í sögu HS Orku hf. Rekstrartekjur námu 10,6 milljörðum króna og aukast um 14,7% á milli ára. Munar þar mestu um hátt álverð og verðhækkanir í kjölfar orkuskorts. Fjárhagsstaða félagsins er sterk og nam eigið fé 28,6 milljörðum og eiginfjárhlutfall 41,5% í lok árs.

31.03.2023

Samfélagssjóður HS Orku

Næsta úthlutun 15. maí 2023. Opið fyrir umsóknir til og með 30. apríl.

20.12.2022

HS Orka eykur framleiðslugetu í Svartsengi um 22 MW

HS Orka hefur hafið vinnu við stækkun orkuversins í Svartsengi. Eftir stækkun mun framleiðslugeta orkuversins verða 85 MW.

15.11.2022

HS Orka og Sæbýli undirrita viljayfirlýsingu um sæeyrnaeldi (e. Abalone) í Auðlindagarði HS Orku

HS Orka og Sæbýli rekstur ehf. hafa undirritað viljayfirlýsingu um sæeyrnaeldi í Auðlindagarði HS Orku.

13.10.2022

Jafnrétti er ákvörðun

Ráðstefna Jafnræðisvogarinnar, hreyfiaflsverkefnis Félags kvenna í atvinnulífinu var haldin 12. október síðastliðin. HS Orka var eitt af 76 viðurkenningarhöfum og erum við afskaplega stolt af þeim árangri.

20.09.2022

Virkjunin í Svartsengi verðlaunuð

Nú á dögunum hlaut HS Orka verðlaun fyrir orkuverið í Svartsengi.

25.08.2022

HS Orka og Hydrogen Ventures skrifa undir skilmálaskjal um vetnisframleiðslu í Auðlindagarði HS Orku

HS Orka og Hydrogen Ventures Limited (H2V) hafa náð samkomulagi um orkuverð og aðra skilmála vegna fyrirhugaðrar vetnisframleiðslu á Íslandi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls í Auðlindagarði HS Orku.

09.08.2022

HS Orka verður bakhjarl heimsþings kvenleiðtoga

HS Orka verður bakhjarl heimsþings kvenleiðtoga (Reykjavík Global Forum – Women Leaders) sem haldið verður í Hörpu í nóvember. Heimsþingið hefur verið haldið í Reykjavík undanfarin fjögur ár í samstarfi við ríkisstjórn Íslands, Alþingi og Women Plitical Leaders ásamt þátttöku fjölda íslenskra og alþjóðlegra samstarfsaðila.

12.04.2022

Sjálfbærniskýrsla HS Orku 2021

HS Orka hefur í fyrsta sinn gefið út sjálfbærnisskýrslu um frammistöðu fyrirtækisins á sviði umhverfis-, samfélags- og stjórnarhátta fyrir árið 2021 og er hún unnin í samræmi við GRI staðalinn (Global Reporting Initiative).

31.03.2022

Undirritun viljayfirlýsingar um hagkvæmniathugun á framleiðslu tilbúins áburðar innanlands

Skoða á innlenda framleiðslu áburðar með grænni orku sem minnka myndi kolefnisspor í íslenskum landbúnaði

20.10.2021

Hyggjast fjárfesta 15 milljörðum í metanól-framleiðslu á Reykjanesi

Hydrogen Ventures Limited (H2V), alþjóðlegt orkufyrirtæki, hyggur á umfangsmikla framleiðslu vetnis hér á landi sem verður nýtt við framleiðslu metanóls. Metanól-framleiðslan verður að fullu umhverfisvæn en fyrirhugað er að verksmiðja H2V rísi í Auðlindagarðinum á Reykjanesi, í nágrenni við annað af tveimur raforkuverum HS Orku.

15.06.2021

Nýtt landeldi í Auðlindagarðinum

Eftirfarandi fréttatilkynning um málið var send út frá Samherja þriðjudaginn 15. júní.

12.01.2021

Kristinn Harðarson nýr framkvæmdastjóri hjá HS Orku

Kristinn Harðarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Kristinn starfaði áður sem forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku Náttúrunnar en þar áður starfaði hann í 14 ár sem framkvæmdstjóri hjá Alcoa bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

23.11.2020

Framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar að hefjast

Framkvæmdir við stækkun Reykjanesvirkjunar sem áætlað er að taka í gagnið i byrjun árs 2023 fara að hefjast. Helstu verkliðir hafa verið í útboðsferli og er mikill áhugi á verkefninu. Stækkunin sem nemur 30 MW er einstök að því leiti að hún nýtir jarðhitavökva sem nú þegar er nýttur fyrir núverandi virkjun.

28.09.2020

Útboð vegna stækkunar Reykjanesvirkjunar

Útboðsgögn verða aðgengileg fimmtudaginn 1. október nk. á útboðsvef HS Orku hf. og skulu bjóðendur senda tölvupóst á netfangið rey4@hsorka.is til þess að fá aðgang að vefnum.

25.09.2020

Nýr yfirlögfræðingur HS Orku

Arna Grímsdóttir hefur verið ráðinn yfirlögfræðingur HS Orku. Arna er með Cand.jur. frá lagadeild Háskóla Íslands og réttindi sem héraðsdómslögmaður. Hún hefur störf hjá fyrirtækinu í byrjun næsta árs.