Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

  • 50

    MWe

    Uppsett afl

  • 420

    GWh

    Ársframleiðsla raforku

  • 100

    MWth

    Heita vatns framleiðsla

Krýsuvík (1)

Jarðhitasvæðinu í Krýsuvík er skipt niður í fjögur undirsvæði; Austurengjar, Sveifluháls, Sandfell og Trölladyngju. Hugmyndir um jarðhitanýtingu í Krýsuvík eiga sér langa sögu og hafa Hafnfirðingar, sem landeigendur við Sveifluháls og Austurengjar, gefið svæðinu gaum í áratugi, bæði til raforkuvinnslu og hitaveitu sem þjónað gæti nærliggandi þéttbýli. Fjölmargar grunnar borholur fyrirfinnast  í Krýsuvík, sem voru boraðar á síðustu öld en HS Orka hefur enn sem komið er einungis borað djúpar rannsóknarholur í Trölladyngju. 

Sem stendur er HS Orka með rannsóknarleyfi sem nær til allra fjögurra undirsvæðanna í Krýsuvík og gildir leyfið til 31. október 2025. HS Orka og Hafnarfjarðarbær hafa undirritað viljayfirlýsingu um rannsóknir og nýtingu ferskvatns og jarðhita í Krýsuvík en frá síðari hluta árs 2023 hefur markvisst verið unnið að því  að ljúka gerð auðlindasamnings milli aðila. 

HS Orka fékk úthlutað framkvæmdaleyfi fyrir rannsóknarborunum á Krýsuvíkursvæðinu í ársbyrjun 2024 og er undirbúningur að borunum þegar hafinn. Stefnt er að því að boranir hefjist í árslok 2024 eða um leið og auðlindasamningur HS Orku og Hafnarfjarðarbæjar er í höfn.  

HS Orka hefur gert samkomulag við Veitur ohf. um hugsanlegt samstarf um öflun vatns og framleiðslu á heitu vatni fyrir veitukerfi Veitna ohf. Unnið verður að því á árinu 2024 að skapa samstarfsgrundvöll milli félaganna tveggja. 

Heildarmat Orkustofnunar á Krýsuvíkursvæðinu sem jarðhitakerfi er á bilinu 270 MW - 800 MW með miðgildið 445 MW fyrir áætlaða raforkuvinnslugetu.