Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

Kostir þess að velja Hleðsluáskrift fyrir fjölbýli

Hleðslustöðin gefur allt að 22kW hleðslu og hægt er að velja stöð með tengi eða áföstum hleðslukapli.

Hægt er að velja um sjálfvirka greiðslumiðlun frá HS Orku eða tengjast eigin greiðslukerfum, t.d. frá húsfélagsþjónustu. 

Álagsdreifing fylgir hverri hleðslustöð sem vaktar heildarnotkun íbúðarinnar og dempar hleðsluna ef rafmagnsálag er orðið áhættusamt. 

Með snjallforriti og netskjáborði er m.a. hægt að skoða rafmagnskostnað hleðslustöðvarinnar.

Við þjónustum þig um land allt, við sjáum um að koma hleðslustöð til þín. 

Þriggja mánaða skuldbinding er á Hleðsluáskrift, eftir það er hægt að segja áskriftinni upp með litlum fyrirvara. 

Hleðslulausn fyrir fjölbýli

HS Orka býður upp á ýmis konar lausnir fyrir fjölbýli, hleðslustöðin er aðgengileg öllum íbúum og fylgir álagsdreifing hverri hleðslustöð. 

  • Húsfélög geta boðið uppá hleðsluþjónustu á sínu bílastæði án þess að binda fé í hleðslustöðvum. 

  • Grunnnet þarf að vera til staðar áður en Hleðsluáskrift hefst.

  • Sérfræðingar á vegum HS Orku veita ráðgjöf varðandi hönnun raflagna og uppsetningu grunnnets. 

  • Gjald vegna uppsetningar á grunnneti er mismunandi hverju sinni og því er erfitt að áætla verð. 

Verðskrá fyrir hleðsluáskrift

Viðskiptavinir í Hleðsluáskrift fá sérkjör á raforkuverði HS Orku. Til viðbótar við mánaðarlega áskrift greiða viðskiptavinir fyrir raforkunotkun heimilisins. 

Almennt verð

með vsk.

22 kW Hleðslustöð

2490 kr.

22 kW Snjallstöð

4990 kr.

Styrkir

Styrkir og endurgreiðsla

Það getur verið kostnaðarsamt fyrir viðskiptavini að segja upp grunnnet, en grunnnet þarf að vera tilbúið áður en Hleðsluáskrift hefst. Hægt er að sækja um styrki og endurgreiðslur vegna uppsetningu á hleðslustöðvum. 

  • Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og Veitur gerðu samkomulag árið 2019 um stórfellda uppbyggingu innviða í Reykjavíkurborg fyrir rafbílaeigendur

  • Reykjavíkurborg og Orkuveita Reykjavíkur bjóða upp á styrki vegna rafhleðslu við sameignarstæði fjöleignahúsa. 

Við sjáum um allt ferlið fyrir þig

Hafðu samband og við aðstoðum þig við að velja lausnir sem henta þér. 

5O5a6183 Vef (1)