Umræðuefnið var nýting koltvísýrings frá jarðvarma í rafeldsneyti og þær stjórnsýslulegu hindranir sem standa í vegi fyrir nýtingunni sem stendur.
Hér má nálgast upptöku af fundinum: Er jarðvarmi blessun eða bölvun fyrir orkuskiptin?
Erindi fluttu Finnur Sveinsson, deildarstjóri sjálfbærni hjá HS Orku, Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, Guy Bühler, Head of Power Plants and Green Gases, Axpo og Guðmundur Herbert Bjarnason, forstöðumaður á rekstrarsviði Eimskips. Fundarstjóri var Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir, yfirmaður rekstrar hjá Transition Labs, og fulltrúi í stjórn HS Orku.



