Vel hefur gengið að verja innviði í Svartsengi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Vel hefur gengið að verja innviði í Svartsengi

Njardvikuraed Prufa
Starfsmenn HS Orku og verktakar vinna við að koma hluta Njarðvíkuræðar í jörðu síðastliðinn vetur.

Dregið hefur úr hraunflæði úr Sundhnúksgígum síðasta sólarhringinn og framleiðsla á heitu og köldu vatni í orkuverinu í Svartsengi hefur gengið eðlilega fyrir sig allt frá því að eldgos hófst á miðvikudagskvöld. Öflugt samstarf viðbragðsaðila hefur eflt varnir innviða í Svartsengi enn frekar.

Um tíma í gær leit út fyrir að innviðir væru í hættu en staðan er mun betri núna. Engin raforkuframleiðsla er þó í Svartsengi þar sem Svartsengislína Landsnets er enn úti vegna skemmda af völdum hraunrennslis og því ekki hægt að framleiða raforku inn á meginflutningskerfið.

Unnið hefur verið að því að hækka varnargarða í grennd við þann hluta Njarðvíkuræðarinnar sem liggur innan varnargarðanna og hefur lögnin verið fergjuð þar að hluta af þeim sökum. Hraunkæling við lögnina hefur einnig gefið góða raun. Njarðvíkuræðin flytur heitt vatn frá Svartsengi að Fitjum í Reykjanesbæ og þjónar um 32.000 íbúum.

Heitavatnsframleiðslan í Svartsengi hefur verið sögulega mikil síðustu daga sem skýrist helst af því að kalt hefur verið í veðri að undanförnu auk þess sem byggð fer ört vaxandi á Suðurnesjum.

Þær lagnir HS Orku sem liggja undir nýju hrauni, bæði heitavatns- og kaldavatnslagnir, eru að standast álagið undir hrauninu vel og ekki verður vart hitabreytinga í þeim.

Framkvæmdir við varnir Njarðvíkuræðarinnar hófust fyrst fyrir réttu ári síðan og var stór hluti hennar þegar kominn í jörðu þegar hraun úr þriðja eldgosinu á Sundhnúksgígum flæddi yfir hana á litlum kafla í febrúar. Því tók aðeins um fimm daga að koma lögninni aftur í gagnið – aðgerð sem hefði tekið umtalsvert lengri tíma ef ekki hefði verið búið að verja lögnina að stærstum hluta. 

Fréttir

Skoða allar fréttir
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar