Vegur lagður yfir heitt hraun - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Vegur lagður yfir heitt hraun

Microsoftteams Image 139 (1)

Framkvæmdir við nýja hjáveitulögn meðfram Njarðvíkuræðinni eru komnar vel á veg og góð framvinda hefur verið í verkinu í dag. Vegagerð þvert yfir hrauntunguna gengur vel en hraunið er átta metra þykkt þar sem mest er. Allt lagnaefni er komið á vettvang og nú er unnið í mörgum hópum við að sjóða rör saman. Lögnin verður dregin yfir hrauntunguna og síðan tengd við Njarðvíkuræðina beggja vegna hrauntungunnar. 
 
Ef áætlanir ganga eftir verður mögulega hægt að hleypa á lögnina eftir 3-4 sólarhringa. Þá tekur tíma að fylla heitavatnstanka HS Orku á Fitjum og síðan mun taka um tvo sólarhringa áður en dreifikerfið nær að byggja sig upp. Því gæti liðið vika áður en heitt vatn er komið á öll hús á Suðurnesjum.
 
Jarðýta hefur í dag rutt slóða fyrir lagnaleiðina yfir heitt hraunið og nú er unnið að því að bera jarðvegsfyllingar ofan á hraunið. Miðað er við á ná að setja að minnsta kosti hálfan metra af malarpúða ofan í veginn. Áður en vegagerðin hófst var yfirborðshitastig hraunsins rannsakaður annars vegar með dróna og hinsvegar nákvæmari mælingum eftir því sem jarðvinnutækin fóru lengra út á hraunið. Sú staðreynd að tekist hafi að gera veg yfir hraunið einfaldar framkvæmdina til muna og er mikilvægur áfangi í verkinu.
 
Unnið er í mörgum suðuhópum við samsetningu lagnarinnar sem verður samtals 600 metra löng. Þegar suðuvinnu lýkur verður lögnin dregin með jarðýtu yfir hrauntunguna eftir nýja veginum. Samhliða þessu er unnið við hönnun og smíði á millitengingum til tenginga á nýju lögninni við Njarðvíkuræðina sitt hvorum megin við hraunið.
 
Fjölmargir aðilar; verktakar, verkfræðistofur og sérfræðingar, koma að framkvæmdinni og verður unnið á vöktum dag og nótt þar til heitt vatn streymir að nýju til Reykjanesbæjar.

Myndir sem starfsmenn HS Orku tóku af framkvæmdum dagsins.

Microsoftteams Image 163
Microsoftteams Image 162
Microsoftteams Image 143
Microsoftteams Image 154
Microsoftteams Image 139
Microsoftteams Image 134
Microsoftteams Image 150
12022024 Dronamyd
Drónamynd tekin í dag.

Fréttir

Skoða allar fréttir
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar