Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun

Dji 0031

Undir lok nýliðins árs lauk rúmlega tveggja ára ferli alþjóðlegs HSS sjálfbærnimats á undirbúningsstigi Hvalárvirkjunar á Ströndum. Matið fól í sér ítarlega úttekt erlendra matsmanna sem komu til landsins haustið 2024 og áttu samtöl við breiðan hóp hagaðila, rýndu undirbúningsgögn verkefnisins og skoðuðu fyrirhugað framkvæmdasvæði.

Eftir opið umsagnarferli hefur lokamatsskýrsla verið gefin út af HS Alliance (Hydropower Sustainability Alliance) og hlýtur verkefnið gullvottun samtakanna. Þetta er í annað sinn sem slík gullvottun er veitt vegna sjálfbærnimats á vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði í Árneshreppi er í nýtingarflokki rammaáætlunar og hefur verið í undirbúningi af hálfu VesturVerks, dótturfyrirtækis HS Orku, um langt árabil.

Opið umsagnarferli

Sjálfbærnimatið felur í sér greiningu á tíu undirbúningsþáttum verkefnisins þar sem annars vegar er horft til lágmarksviðmiða og hins vegar ítrustu gæðaviðmiða HSS staðalsins fyrir sjálfbæra vatnsorku (Hydropower Sustainability Standard).

Bráðabirgðamatsskýrsla fór í opið umsagnarferli í ágúst til október 2025 þar sem hagaðilar fengu tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum varðandi matið. Yfirlit yfir innsendar athugasemdir og svör matsmanna við þeim hefur verið birt ásamt matsskýrslunni á síðu verkefnisins hjá HS Alliance.

Mótvægisaðgerðir lágmarki neikvæð áhrif

Í matinu er ljósi varpað á ólíka undirbúningþætti verkefnisins og þeir settir í samhengi við það afskekkta umhverfi og viðkvæma samfélag sem virkjunin kemur til með að hafa áhrif á. Jafnframt er bent á mikilvægi ýmissa mótvægisaðgerða og áframhaldandi þróunar áætlana og aðgerða sem snúa að því að lágmarka neikvæð áhrif verkefnisins og hámarka jákvæð áhrif fyrir samfélagið.

Virkjunin svarar svæðisbundinni orkuþörf

Í frétt um vottunina á vefsíðu HS Alliance er gerð góð grein fyrir matsferlinu og þar segir meðal annars:

„Um er að ræða 55 MW virkjunarkost í eigu VesturVerks sem enn er á undirbúningsstigi. Virkjuninni er ætlað að styrkja raforkukerfið á Vestfjörðum ásamt því að draga úr þörf á orkuframleiðslu með díselolíu. Enda þótt Ísland framleiði nú þegar  mikla endurnýjanlega raforku er ljóst að Hvalárvirkjun getur mætt skýrri svæðisbundinni orkuþörf. Virkjunin er þjóðhagslega hagkvæmari og loftslagsvænni orkukostur en díselolía.

Gullvottun Hvalárvirkjunar varpar ljósi á gagnsemi þess að verkefni gangist undir mat á fyrri stigum undirbúnings svo tryggt sé að sjálfbærniþættir séu afmarkaðir svo taka megi á áskorunum í tíma.“ 

Fréttir

Skoða allar fréttir
Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun Dji 0031

19.01.2026

Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun

Lesa nánar
Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóðinn With Person Dsc0594

15.01.2026

Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóðinn

Lesa nánar
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar