Sunna verður forstjóri Rio Tinto á Íslandi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Sunna verður forstjóri Rio Tinto á Íslandi

Hsorka Sunna Bk213776

Sunna Björg Helgadóttir, sem stýrt hefur tæknisvið HS Orku síðastliðin fimm ár, hefur verið ráðin forstjóri Rio Tinto á Íslandi. Hún tekur við af Rannveigu Rist í vor en Rannveig hefur setið í stól forstjóra frá 1997.

Sunna Björg hefur langa og fjölbreytta reynslu af stjórnunarstörfum, meðal annars á sviði áliðnaðar og orkuframleiðslu. Hún þekkir vel til starfsemi Rio Tinto á Íslandi en hún hóf ferilinn sem sumarstarfsmaður og starfaði síðan samfellt hjá fyrirtækinu á árunum 2001 – 2015, síðast sem framkvæmdastjóri kerskála.

Undir stjórn Sunnu hjá HS Orku var Reykjanesvirkjun stækkuð um 30 MW árið 2022 og einnig ráðist í stækkun og endurbætur á Svartsengisvirkjun þar sem ný vélarsamstæða var gangsett í lok síðasta árs. Einnig leiddi hún fyrstu djúprannsóknarboranir fyrirtækisins við Sveifluháls í Krýsuvík síðastliðið sumar.

Það er sannarlega sjónarsviptir að Sunnu úr stjórnendahópi HS Orku en maður kemur í manns stað og tekur Yngvi Guðmundsson, yfirverkfræðingur HS Orku, við stöðu hennar í byrjun marsmánaðar.

Við hjá HS Orku samgleðjumst Sunnu innilega og erum afar stolt af framgangi hennar. Við óskum henni alls velfarnaðar í nýju starfi.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Sunna verður forstjóri Rio Tinto á Íslandi Hsorka Sunna Bk213776

28.01.2026

Sunna verður forstjóri Rio Tinto á Íslandi

Lesa nánar
Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Fsd

27.01.2026

Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku

Lesa nánar
HS Orka hástökkvari í ánægjuvoginni Hs Orka8723

26.01.2026

HS Orka hástökkvari í ánægjuvoginni

Lesa nánar
Eldvörp undirbúin til nýtingar Blástur Borholu Í Eldvoerpum Jan 26 Mynd Kristinn Harðar

23.01.2026

Eldvörp undirbúin til nýtingar

Lesa nánar
Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun Dji 0031

19.01.2026

Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun

Lesa nánar
Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóðinn With Person Dsc0594

15.01.2026

Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóðinn

Lesa nánar
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar