Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Formleg gangsetning sjöunda orkuversins í Svartsengi fór fram við hátíðlega athöfn í dag að viðstöddum fjölda gesta. Um er að ræða 55MW vélarsamstæðu sem jafnframt er stærsti gufuhverfill landsins. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, afhjúpuðu skjöld af þessu tilefni.

Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy
Orkuverið í Svartsengi
Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson.

Fyrsta skóflustungan að verkinu var tekin í árslok 2022 og stóðust allar verk- og tímaáætlanir þrátt fyrir stöðugar áskoranir náttúruaflanna á Reykjanesi á verktíma.  Ætla má að kostnaður við stækkun og endurbætur orkuversins muni nema ríflega 14 milljörðum króna.

Eldri búnaður einnig endurbættur

Orkuver sjö leysir af hólmi tvö af eldri orkuverum HS Orku í Svartsengi, auk þess sem framkvæmdin felur í sér umtalsverðar endurbætur á ýmsum búnaði er tengist heitavatnsframleiðslu fyrirtækisins. Stækkunin eykur framleiðslugetu á raforku í Svartsengi um allt að þriðjung en framleiðslugetan er nú um 63MW.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, er að vonum ánægður með áfangann sem er liður í enn frekari uppbyggingu fyrirtækisins á komandi árum:

„Í ljósi náttúruhamfaranna sem gengið hafa yfir Reykjanes á framkvæmdatímanum, er það einstakt afrek að byggja þessa nýjustu virkjun Íslands þannig að allar áætlanir hafi staðist. Allir sem að verkefninu hafa komið eiga mikið hrós skilið, jafnt verktakar og ráðgjafar sem starfsfólk HS Orku.“

Níu eldgos á framkvæmdatíma

Jarðhræringar og eldgos á Sundhnúksgígaröðinni, sem hófust  fyrir alvöru 10. nóvember 2023, settu mark sitt á verkefnið. Gosið hefur samtals níu sinnum í gígaröðinni á framkvæmdatímanum og gasmengun á svæðinu hefur ítrekað sett strik í reikninginn.

Vinnusvæðinu var lokað í um fjóra mánuði frá nóvember 2023 til mars 2024 en þrátt fyrir þessar áskoranir tókst, með samhentu átaki og útsjónarsemi allra sem að verkinu komu, að ljúka því samkvæmt upprunalegri tímaáætlun. Gott samstarf og samráð við almannavarnir og aðra viðbragðsaðila á tímabilinu skiptu einnig sköpum.

Ístak, Rafal og HD aðalverktakar

Alls voru aðalverktakar í verkefninu þrír talsins: Ístak sá um byggingaframkvæmdir auk öryggis- og samræmingarmála á verkstað, Rafal sá um uppsetningu á rafbúnaði og HD um uppsetningu vélbúnaðar. 

Fjöldi annarra verktaka og undirverktaka komu að verkinu; hönnun virkjunarinnar var í höndum Verkís og Arkitektastofunnar OG, verkfræðistofan Strendingur hélt um bygginga- og verkefnisstjórn mannvirkja, Lota fór með forritun á stjórnkerfi og Ellert Skúlason ehf. sá um jarðvinnu. Vélarsamstæðan, hverfill og rafall koma frá Fuji í Japan en starfsmenn á þeirra vegum hafa dvalist hér á landi allt þetta ár við uppsetningu og undirbúning gangsetningarinnar.

Þegar mest var unnu allt að 120 starfsmenn HS Orku og verktaka að verkinu á degi hverjum og því var að mörgu að hyggja þegar rýma þurfti svæðið vegna eldsumbrota og gasmengunar.

Frekari stækkun möguleg

Mat Skipulagsstofnunar var að stækkunarframkvæmdin þyrfti ekki að undirgangast fullt mat á umhverfisáhrifum og sótti HS Orka um nýtt nýtingar- og virkjunarleyfi árið 2022 fyrir allt að 85MW framleiðslu á grundvelli þess. Uppsett heildarvélarafl Svartsengis getur því rúmað frekari stækkun svo fremi sem sjálfbærni jarðhitaauðlindarinnar er tryggð.

Orkuver byggt í sjö áföngum

Orkuverið í Svartsengi er fyrsta blandaða jarðvarmavirkjunin á Íslandi en þar er framleidd raforka og heitt vatn. Virkjunin var reist undir merkjum Hitaveitu Suðurnesja, forvera HS Orku. Jarðvarmavinnsla hófst árið 1976 og var orkuverið síðar byggt upp í sex áföngum á ríflega þremur áratugum. Nú hefur sjöundi áfanginn verið tekinn í notkun.

 

Orkuverið í Svartsengi
Ljósmynd: Ragnar Th. Sigurðsson.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar
Plokkuðu heilt tonn af rusli IMG 0580

30.05.2025

Plokkuðu heilt tonn af rusli

Lesa nánar
Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg Tómas 2

16.05.2025

Vel mætt á morgunverðarfund – upptaka aðgengileg

Lesa nánar
Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út Dji 0781 Vef

12.05.2025

Sjálfbærnisskýrsla HS Orku 2024 komin út

Lesa nánar