Skýrslan styðst við alþjóðlega staðla (GRI/ESRS) um sjálfbærniupplýsingagjöf og inniheldur í fyrsta sinn ítarlegar upplýsingar um gjaldgengi og umhverfissjálfbærni starfsemi HS Orku með tilliti til viðmiða Flokkunarreglugerðar ESB.
Í skýrslunni er farið sérstaklega yfir helstu viðbragðsaðgerðir HS Orku vegna aðsteðjandi náttúruvár og samstarf við ólíka hag- og viðbragðsaðila í þeim efnum. Jafnframt er farið sérstaklega yfir aðgerðir sem snúa að styrkingu hitaveitu fyrir Suðurnesin en meðal verkefna er aukning heitavatnsframleiðslu í Svartsengi, þróun varahitaveitu fyrir landshlutann og framtíðaruppbygging utan Svartsengis.