Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar
Eitt af verkefnunum sem Samfélagssjóður HS Orku lagði lið á árinu var uppsetning skilta um sögu sundlaugar og skólahalds í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp
Ólafur Jóhann Engilbertsson

Alls hlutu 15 verkefni styrk úr síðari úthlutun Samfélagssjóðs HS Orku á þessu ári en úthlutað er úr sjóðnum að vori og hausti. Rúmlega hundrað umsóknir bárust að þessu sinni og hafa þær aldrei verið fleiri. Samtals er úthlutað um tíu milljónum króna á ári úr sjóðnum.

Sjóðurinn styður við verkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélag, lífsgæði og mannlíf og er sérstök áhersla lögð á verkefni í nágrannabyggðum starfsstöðva HS Orku, sem hafa skírskotun til heimsmarkmiðanna sem HS Orka hefur innleitt.

Verkefnin sem hljóta styrk að þessu sinni snúa meðal annars að íþrótta- og félagsstarfi barna, björgunar- og neyðarstarfi, menningu og tónlist. Þau eru:


•    Körfuboltaæfingar fyrir börn með sérþarfir – UMFN
•    Strákar spjalla saman – Barnaheill
•    10 ára afmæli Vestra - Íþróttafélagið Vestri
•    Styrkur til íþróttaiðkunar barna á Íslandi - Minningarsjóður Ölla
•    Endurnýjun á straumvatnsbúnaði - Björgunarsveit Biskupstungna
•    Unglinga- og nýliðastarf - Slysavarnadeildin Þorbjörn
•    Búnaður og uppsetning - Verzlunarfjelag Árneshrepps
•    Foreldrastuðningur - Áróra Huld Bjarnadóttir
•    Búnaður til aðstoðar börnum með einhverfurófsraskanir og fjölþættar sérþarfir – Myllubakkaskóli
•    Gróðursetning trjáa frá Skarðshlíð og Völlum að Hvaleyrarvatnssvæðinu - Skógræktarfélag Hafnarfjarðar
•    Tónleikar fyrir lokaðar alzheimersdeildir – Elligleði
•    Landsmót íslenskra kvennakóra í Reykjanesbæ 2026 - Kvennakór Suðurnesja
•    Dagur í lífi fatlaðs fólks - Átak, félag fólks með þroskahömlun
•    Efling félagsstarfs í Vogum - Félagsmiðstöðin Boran
•    Leikjavæðing Barnaspítala Hringsins - Þykjó ehf.


Með styrkveitingunum vill HS Orka styðja við framúrskarandi og fjölbreytt verkefni sem hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið og stuðla að sjálfbærari framtíð.

Næsta úthlutun fer fram í maí og verður opið fyrir umsóknir í gegnum umsóknarsíðu HS Orku frá 1-30. apríl 2026. Allar nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarviðmið má einnig finna þar.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Sunna verður forstjóri Rio Tinto á Íslandi Hsorka Sunna Bk213776

28.01.2026

Sunna verður forstjóri Rio Tinto á Íslandi

Lesa nánar
Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Fsd

27.01.2026

Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku

Lesa nánar
HS Orka hástökkvari í ánægjuvoginni Hs Orka8723

26.01.2026

HS Orka hástökkvari í ánægjuvoginni

Lesa nánar
Eldvörp undirbúin til nýtingar Blástur Borholu Í Eldvoerpum Jan 26 Mynd Kristinn Harðar

23.01.2026

Eldvörp undirbúin til nýtingar

Lesa nánar
Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun Dji 0031

19.01.2026

Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun

Lesa nánar
Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóðinn With Person Dsc0594

15.01.2026

Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóðinn

Lesa nánar
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar