HS Orka hefur nú opnað fyrir umsóknir um styrki úr Rannsóknasjóði fyrirtækisins. Markmið Rannsóknasjóðs HS Orku er að efla þekkingu innan fyrirtækisins og stuðla að framförum og nýsköpun í orkugeiranum.
Veittir verða styrkir til rannsóknarverkefna meistara- og doktorsnema og annarra verkefna, t.a.m. á vegum þekkingarstofnana og annarra sérfræðinga, sem falla að úthlutunarviðmiðum sjóðsins. Verkefnin eiga að skírskota til starfsemi HS Orku eða sjálfbærniáherslna fyrirtækisins.
Í sjálfbærnistefnu HS Orku er hægt að kynna sér betur sýn fyrirtækisins og þau heimsmarkmið sem unnið er eftir til að ná árangri á sviði sjálfbærni.
Nálgast má umsóknarhlekk hér ásamt úthlutunarviðmiðum sjóðsins.
Frestur til að skila inn umsókn um styrk úr Rannsóknasjóðinum er til og með 15. febrúar næstkomandi. Fagráð Rannsóknasjóðsins fer yfir umsóknirnar og tekur endanlega ákvörðun um úthlutanir styrkja. Úthlutun fer fram í marsmánuði.