Ný hjáveitulögn Njarðvíkuræðar lögð yfir hraun - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Ný hjáveitulögn Njarðvíkuræðar lögð yfir hraun

10022024
Vegagerð yfir nýja hraunið við Njarðvíkuræðina er þegar hafin.

Almannavarnir og HS Orka undirbúa nú lagningu nýrrar hjáveitulagnar fyrir heitt vatn yfir nýja hraunið við Njarðvíkuræðina, sem fór í sundur í hraunflæði á fimmtudag. Umfangsmiklar viðgerðir í kjölfarið báru ekki þann árangur sem að var stefnt og ný hjáveitulögn sem liggur undir hrauninu rofnaði seint í gærkvöldi.

Síðastliðin nótt var nýtt til að hefja efnisöflun og skipuleggja flutninga á því. Lagður verður vegur yfir nýja hraunið og er vegagerð þegar hafin. Suðustöðvar verða settar upp og unnið verður á vöktum. Talið er að leggja þurfi um 600 metra af nýrri lögn. Þegar er byrjað að keyra nýju lagnaefni á staðinn. Framkvæmdin mun taka nokkra daga og enn er of snemmt að áætla verklok. 
 
Vegagerð verður á hendi almannavarna en stórvirkar vinnuvélar munu brjóta hraunið upp, þjappa það niður og leggja malarpúða ofan á þvert yfir hraunið. Fyllsta öryggis verður gætt við framkvæmdina.

HS Orka undirbýr suðuvinnuna í samstarfi við ýmsa verktaka. Útbúa þarf vinnuplön, flytja suðuvélar á svæðið, setja upp suðutjöld og skipuleggja vaktir svo unnt sé að vinna allan sólarhringinn.
 
Talsvert efni til framkvæmdanna er þegar tiltækt í landinu auk þess sem efni verður flutt inn. Hanna þarf nýjar millitengingar og hefja smíði á þeim en þær verða nýttar til að tengjast Njarðvíkuræðinni, sem liggur ofanjarðar sitt hvorum megin við hrauntunguna.
 
Ljóst er að framkvæmdin er afar umfangsmikil almannavarnaaðgerð og nokkurn tíma mun taka áður en hægt verður að segja fyrir um möguleg verklok. Allt kapp verður lagt á að vinna verkið eins hratt og nokkur kostur er.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar