Neyðarstig í gildi og Svartsengi mannlaust - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Neyðarstig í gildi og Svartsengi mannlaust

Svartsengi

Öll framleiðsla vatns og rafmagns í Svartsengi er eðlileg sem stendur en viðbragð HS Orku er virkt á neyðarstigi, neyðarstjórn er að störfum og starfsmenn í Reykjanesvirkjun fylgjast grannt með framvindu mála. Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga eru verulegar að mati sérfræðinga Veðurstofu Íslands og var Grindavíkurbær rýmdur í nótt í ljósi þess.

Athafnasvæði fyrirtækisins í Svartsengi eru mannlaus og starfsmenn fara ekki inn á svæðið nema brýna nauðsyn beri til og í góðu samráði við almannavarnir ríkislögreglustjóra. Verktakar og vélar eru til taks á vegum almannavarna ef og þegar hafist verður handa við gerð varnarmannvirkja á svæðinu. Í þeim aðstæðum sem uppi eru nú er í forgrunni að tryggja öryggi þeirra sem hugsanlega þurfa að bregðast við bilunum eða truflunum í rekstri orkuversins.

Rafmagnslaust varð í Grindavík um tíma í morgun vegna bilunar í veitukerfi HS Veitna en rafmagn er komið á að mestu. Einnig fór lögn í sundur í dreifikerfi kalda vatnsins hjá Grindavíkurbæ og vinnur vatnsveita bæjarins að viðgerð.

Landsnet færði varaaflsvélar sínar frá Grindavík í morgun í samráði við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra til að forðast mögulegt tjón með hliðsjón af ólíkum sviðsmyndum sem nú er unnið út frá og því að bærinn hefur verið rýmdur. Landsnet telur að ekki taki langan tíma að koma þeim aftur þangað sem þeirra verður þörf í samstarfi við HS Orku og HS Veitur.

Fréttir

Skoða allar fréttir
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar 2205783219A

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar