Lagnir undir hrauni halda vel - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Lagnir undir hrauni halda vel

GFR 0291

Rekstur orkuvera HS Orku á Reykjanesi hefur gengið tíðindalaust fyrir sig síðasta sólarhringinn og þótt eldgosið við Sundhnúksgíga sé stöðugt virðist það ekki ætla að hafa frekari áhrif á innviði í bráð.
 
Vel gengur að sinna heitavatnsframleiðslu í Svartsengi en raforkuframleiðsla liggur niðri á meðan ekki tekst að koma Svartsengislínu Landsnets í gagnið á ný eftir skemmdir gærdagsins af völdum hraunflæðisins. Raforka til eigin nota í Svartsengi kemur frá Reykjanesvirkjun og eru Grindavík og Bláa lónið einnig tengd þangað.
 
Heita- og kaldavatnslagnirnar sem liggja undir nýja hrauninu á 600 metra kafla virðast halda vel og lítil merki eru um hitaaukningu í þeim. Nauðsynlegt er að halda miklu rennsli á kaldavatnslögnunum en þær eru úr plasti og virkar rennslið sem kæling.
 
Lágmarksmannskapur er í Svartsengi og sinnir hann nauðsynlegum verkefnum sem tengjast rekstrinum við þessar aðstæður. Áætlanir gera ráð fyrir óbreyttri stöðu í framleiðslunni um helgina.
 
Gasmengunarspá Veðurstofunnar var ekki hagstæð fyrir daginn í dag en þó hefur lítið gas mælst við virkjunina það sem af er. Tryggt er að allir sem fara inn á svæðið séu með fullkominn öryggisbúnað á borð við gasmæla og grímur en aðstæður geta breyst hratt og brýnt að starfsmenn og aðrir séu við öllu búnir. Framkvæmdir við stækkun og endurbætur Svartsengisvirkjunar liggja niðri í dag en vonir standa til þess að vinna getist hafist á ný eftir helgi.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar