Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Hsorka Jon Bk214931

Jón Ásgeirsson, framkvæmdastjóri stefnumótunar og Auðlindagarðs HS Orku, hefur verið skipaður skrifstofustjóri orkumála í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Tók skipunin gildi um áramót. Skrifstofa orkumála er ný af nálinni og hluti af umfangsmiklum skipulagsbreytingum sem gerðar hafa verið innan ráðuneytisins. Alls var skipað í fjórar stöður skrifstofustjóra í ráðuneytinu um áramót eins og fram kemur á vef stjórnarráðs Íslands.

Jón hefur starfað hjá HS Orku í sex ár og á þeim tíma leitt stefnumótun fyrirtækisins og innleitt ýmsar mikilvægar breytingar sem ráðist hefur verið í innan þess. Hann hefur einnig unnið málsvarastarf fyrir fyrirtækið og orkugeirann, jafnt innanlands sem erlendis. Á vettvangi Auðlindagarðsins hefur Jón leitt fjölbreytt þróunarverkefni og samningaviðræður vegna verkefna sem lúta meðal annars að orkuskiptum með nýtingu koltvísýrings frá jarðvarma.

Áður starfaði Jón lengst af hjá Rio Tinto; fyrst í rúm tíu ár í Straumsvík þar sem hann var meðal annars framkvæmdastjóri steypuskála og síðan í önnur tíu ár í París og Montreal. Þar gegndi hann ýmsum stjórnunarstöðum á sviði sölu- og markaðsmála, við innkaupastjórnun og í viðskiptaþróun.

Það verður mikill hvalreki fyrir íslenska stjórnsýslu að fá að njóta krafta og reynslu Jóns. Auk fjölbreyttrar reynslu þekkir hann vel til orkumála og hefur verið fulltrúi HS Orku í ýmsum sameiginlegum verkefnum íslenskra orkufyrirtækja sem m.a. hafa miðað að því að gæta hagsmuna Íslands og opna augu stjórnvalda í Evrópusambandinu fyrir eðli og gagnsemi jarðvarma og mikilvægi hans í orkuskiptum þjóða. Jón átti meðal annars þátt í undirbúningi ráðstefnunnar Our Climate Future sem haldin var í Brussel nýverið.

Það er mikil eftirsjá af Jóni úr okkar röðum en við hjá HS Orku þökkum honum frábært samstarf og viðkynningu á síðustu árum um leið og við óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar