HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Untitled (Instagram Post (45)) (2)

HS Orka hefur nú annað árið í röð undirgengist heildstætt sjálfbærnimat matsfyrirtækisins EcoVadis og hækkar einkunnin milli ára. HS Orka er í hópi þeirra fyrirtækja á heimsvísu sem koma best út í matinu. EcoVadis er leiðandi fyrirtæki á alþjóðavettvangi í úttektum á frammistöðu fyrirtækja í sjálfbærni. 

Eftirtektarverður árangur 

HS Orka viðheldur EcoVadis gullvottun sem fyrirtækið hlaut í fyrra og er nú  í hóp þeirra 5% fyrirtækja á heimsvísu sem koma best út í mati EcoVadis í ár en samtals er um að ræða yfir 100 þúsund fyrirtæki vítt og breytt um heiminn. 
 
HS Orka fékk að þessu sinni hærri heildareinkunn en á síðasta ári og nemur hún nú 84 af hundraði en var áður 76 af hundraði. Þessi átta stiga hækkun á einkunn er sérstaklega athyglisverð í ljósi þess að EcoVadis eykur kröfur sínar á hverju ári og krefst það stöðugrar vinnu að viðhalda fyrri einkunn og hækka hana. 

Í hópi þeirra bestu 

Fyrirtæki sem eru á meðal þeirra 1% sem koma best út í mati EcoVadis hljóta platínuvottun en það er hæsta vottun sem EcoVadis veitir. Í því samhengi má benda á að ef nánar er rýnt í einkunnagjöf HS Orku er fyrirtækið komið í hóp efstu 2% fyrirtækja sem koma best út í mati EcoVadis á heimsvísu og er þar með að færast nær platínuvottun EcoVadis. 
 
Styrkleikarnir liggja víða 

Styrkleikar HS Orku í sjálfbærni liggja áfram á sviði umhverfismála, vinnuverndar og mannréttinda en verulegar framfarir hafa sést á þessum og öðrum sviðum sem EcoVadis metur. Þetta endurspeglar áframhaldandi áherslu fyrirtækisins á skýrar stefnur og aðgerðir í þágu umhverfis- og öryggismála, vinnuverndar og eflingar mannauðs. 

Fréttir

Skoða allar fréttir
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar 2205783219A

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar
Rafmagn á 0 krónur að næturlagi 5O5A5904 VEF

18.06.2025

Rafmagn á 0 krónur að næturlagi

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni IMG 0443

02.06.2025

Samfélagssjóður HS Orku styrkir fjölbreytt verkefni

Lesa nánar