HS Orka hástökkvari í ánægjuvoginni - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

HS Orka hástökkvari í ánægjuvoginni

Hs Orka8723

Nýjustu niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar sýna að ánægja viðskiptavina HS Orku hefur aukist verulega milli ára. HS Orka er eina raforkusölufyrirtækið í mælingunni sem mælist með marktæka hækkun frá fyrra ári og situr nú í öðru sæti meðal raforkusala. Þetta er ánægjuleg niðurstaða ekki síst í ljósi krefjandi ytri aðstæðna hjá fyrirtækinu á síðasta ári. 

Íslenska ánægjuvogin er hlutlaus og samræmd mæling sem gerir fyrirtækjum kleift að fylgjast með þróun ánægju viðskiptavina milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. 

Endurbættar lausnir fyrir viðskiptavini 

Rekstrarumhverfi orkufyrirtækja hefur verið krefjandi undanfarin ár og breytingar á markaði hafa haft veruleg áhrif á bæði þjónustu og samskipti við viðskiptavini. HS Orka hefur á þeim tíma lagt áherslu á endurbættar lausnir fyrir viðskiptavini, þar á meðal skýrari gjaldskrár, aukinn sveigjanleika og nýja valmöguleika, sem gera viðskiptavinum kleift að stýra raforkunotkun sinni með einfaldari hætti. 

Fagleg og yfirveguð viðbrögð 

HS Orka hefur gegnt mikilvægu hlutverki í tengslum við náttúruhamfarir og eldsumbrot á Reykjanesskaganum á liðnum tveimur árum og hefur fyrirtækið lagt áherslu á ábyrga upplýsingagjöf, öryggi og samfellu í þjónustu. Fagleg og yfirveguð viðbrögð við slíkum aðstæðum skipta miklu máli fyrir traust og upplifun viðskiptavina. 

Speglar metnað starfsfólks og þjónustulund 

HS Orka telur niðurstöðu mælinga ánægjuvogarinnar nú spegla vel sameiginlegt átak starfsfólks fyrirtækisins og þann metnað sem lagður er í að þróa þjónustu og stafræna upplifun í takt við þarfir viðskiptavina. Jafnframt er árangurinn hvati til áframhaldandi umbóta og stöðugrar þróunar til framtíðar. Endurmörkun fyrirtækisins, sem kynnt var í lok síðasta árs, er hluti af þeirri vegferð. 

Fréttir

Skoða allar fréttir
HS Orka hástökkvari í ánægjuvoginni Hs Orka8723

26.01.2026

HS Orka hástökkvari í ánægjuvoginni

Lesa nánar
Eldvörp undirbúin til nýtingar Blástur Borholu Í Eldvoerpum Jan 26 Mynd Kristinn Harðar

23.01.2026

Eldvörp undirbúin til nýtingar

Lesa nánar
Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun Dji 0031

19.01.2026

Undirbúningur Hvalárvirkjunar hlýtur alþjóðlega gullvottun

Lesa nánar
Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóðinn With Person Dsc0594

15.01.2026

Opið fyrir umsóknir í Rannsóknasjóðinn

Lesa nánar
Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála Hsorka Jon Bk214931

06.01.2026

Jón Ásgeirsson tekur við nýrri ráðuneytisskrifstofu orkumála

Lesa nánar
Áramótakveðja Proof Point Post 01 (1)

31.12.2025

Áramótakveðja

Lesa nánar
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar