HS Orka var eina orkufyrirtækið á íslenskum raforkumarkaði sem valdi að aðgreina innmötunargjaldið sérstaklega á reikningum sínum til viðskiptavina. Sú ákvörðun byggðist á sannfæringu fyrirtækisins um að gjaldið stæðist ekki lög og ætti ekki að vera hluti af almennri gjaldskrá. Með þessari aðgreiningu var tryggt að viðskiptavinir HS Orku hefðu skýra yfirsýn yfir gjaldtöku og rétt til endurgreiðslu ef gjaldið yrði síðar dæmt ólöglegt – sem nú hefur gerst.
„Við höfum frá upphafi haft efasemdir um lögmæti þessa gjalds og því tekið þá afstöðu að sýna það sérstaklega á reikningum okkar. Nú þegar Hæstiréttur hefur staðfest ólögmæti þess, er eðlilegt og rétt að viðskiptavinir okkar fái það endurgreitt,“ segir Friðrik Friðriksson, Framkvæmdastjóri sölu og þjónusta hjá HS Orku.
Endurgreiðslan mun ná til tímabilsins frá apríl 2022 til október 2023 og kemur hún sem inneign á reikningum viðskiptavina. Viðskiptavinir þurfa ekki að hafa samband eða sækja sérstaklega um endurgreiðsluna.
Frekari upplýsingar veitir:
Egill Jóhannsson, Deildarstjóri Orkumiðlunar hjá HS Orku
Netfang: egjoh[hja]hsorka.is