Það gladdi okkur mikið hve margir gestir höfðu tök á að gleðjast með okkur á mánudaginn var þegar við tókum formlega í notkun sjöunda orkuverið í Svartsengi.
Áður en eiginleg dagskrá hófst gafst gestum tækifæri til að skoða sig um í nýja orkuverinu en að því búnu tók við formlega dagskrá í Eldborg, höfuðstöðvunum okkar í Svartsengi. Þar fylgdust gestir m.a. með beinu streymi frá því þegar Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, afhjúpaði veglegan skjöld í tilefni dagsins ásamt Tómasi Má Sigurðssyni, forstjóra.
Af þessu tilefni var einnig frumsýnd heimildarmyndin "Í takti við náttúruna", eftir Baldvin Vernharðsson, en myndin varpar ljósi á þær aðstæður sem HS Orka hefur starfað í síðustu tvö ár í nábýli við náttúruöflin á Reykjanesi. Dagurinn var einnig nýttur til að kynna nýja ásýnd HS Orku en vinna við endurmörkun fyrirtækisins hefur staðið yfir um hríð.
Meðfylgjandi myndir voru teknir af Arnari Valdimarssyni, á þessum gleðidegi, sem verður lengi í minnum hafður hjá HS Orku.
Við þökkum öllum þeim sem glöddust með okkur á þessum stóru tímamótum í sögu HS Orku.