Eldgos við Stóra Skógfell – rekstur orkuvera að mestu eðlilegur - HS Orka Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 8:30-15:30

Eldgos við Stóra Skógfell – rekstur orkuvera að mestu eðlilegur

F8eb9d6befe797d9e79227d110832d3ced01ee7f8c7491233937673b68799527 713X0
Sjöunda gosið við Sundhnúksgíga hófst 23:14 þann 20.nóvember.
Mynd tekin af vef Vísi.

Eldgos hófst við Stóra Skógfell við Sundhnúksgígaröðina kl. 23:14 í gærkvöld. Gosið er hið sjöunda í röð eldgosa á gígaröðinni frá því í desember á síðasta ári. Hraunrennslið hefur tekið Svartsengislínu út og fer heitavatnsframleiðsla fyrir Suðurnesin nú fram með varaaflsvélum í Svartsengi. Útleysing varð í Reykjanesvirkjun þegar Svartsengislína leysti út í morgun vegna hraunrennslis. Reykjanesvirkjun er nú aftur komin inn á net.

Dregið hefur úr virkni gossins en hraunrennsli hefur náð að Njarðvíkuræðinni, heitavatnslögninni frá Svartsengi til Fitja í Reykjanesbæ. Lögnin liggur í jörðu á þeim kafla þar sem hraun rennur og er talið að hún sé vel varin. Ef svo fer að hún rofnar er viðgerðarefni tiltækt og miðast allt viðbragð við að hraða viðgerð sem mest má.

Neyðarstjórn HS Orku er að störfum. Athafnasvæði fyrirtækisins í Svartsengi var rýmt um leið og viðvaranir bárust um yfirvofandi gos. Jarðvarmaverinu í Svartsengi er nú fjarstýrt frá Reykjanesvirkjun en starfsemi orkuveranna hefur verið að mestu með eðlilegum hætti til þessa í atburðinum, líkt og í fyrri eldgosum.

Viðvörun barst úr borholuvöktunarkerfi HS Orku tæpum hálftíma áður en eldgosið hófst. Fylgst er grannt með þróun hraunrennslis úr sprungunni ásamt gasmengun á svæðinu. 

Íbúar eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum á vefsíðum og samfélagsmiðlum almannavarna og orku- flutnings- og veitufyrirtækjanna HS Orku, HS Veitna og Landsnets ef breytingar verða á stöðu innviða á Reykjanesinu. Einnig er minnt á ábendingar vegna náttúruhamfara sem finna má hér.

Fréttir

Skoða allar fréttir
Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land Fjoelskylda Aðalsteins Eirikssonar

17.12.2025

Samfélagssjóður HS Orku styður verkefni víða um land

Lesa nánar
HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun Fjarðarárvirkjanir BK

10.12.2025

HS Orka sér um eyjarekstur á Seyðisfirði eftir bilun

Lesa nánar
HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu Untitled (Instagram Post (45)) (2)

09.12.2025

HS Orka hlýtur gullvottun EcoVadis á ný og er í hópi þeirra bestu

Lesa nánar
HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar Screenshot 2025 12 10 141605

09.12.2025

HS Orka og fiskimjölsverksmiðjurnar

Lesa nánar
Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum B93A7925

05.12.2025

Fullt hús í Svartsengi á fullveldisdeginum

Lesa nánar
Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi Svartsengi November 2025 425 Hdr Copy

01.12.2025

Sjöunda orkuverið gangsett í Svartsengi

Lesa nánar
Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi Svartsengi Súmm

16.07.2025

Allt eðlilegt í rekstri orkuversins í Svartsengi

Lesa nánar
Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun KR10 Rannsóknarborun Lokið Skýringarmynd

11.07.2025

Mælingar við Sveifluháls lofa góðu eftir fyrstu borun

Lesa nánar
HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna 5O5a4360

27.06.2025

HS Orka endurgreiðir innmötunargjald til viðskiptavina sinna

Lesa nánar