Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

Eldgos í þriðja sinn í Sundhnúksgígum

Þriðja eldgosið á átta vikum hófst í Sundhnúksgígum um sexleytið í morgun, milli Sýlingafells og Stóra-Skógfells.

08022024
Hættumatskort.

Gosopnunin er um þrír kílómetrar á lengd og er hraun runnið yfir Grindavíkurveg, vestur af Stóra-Skógfelli. Allt kapp er nú lagt á að verja Njarðvíkuræðina svokölluðu, sem er heitavatnsleiðslan sem liggur frá Svartsengi áleiðis til Reykjanesbæjar. Starfsfólk HS Orku vinnur nú hörðum höndum að því að verja þann hluta lagnarinnar sem hraunið stefnir á en talið er að hraunrennslið nái lögninni um hádegisbil.

Viðvörunarbúnaður HS Orku í borholum í Svartsengi sendi merki um 25 mínútum áður en gos hófst og neyðarlúðrar, sem settir voru upp í Svartsengi í vikunni virkuðu sem skildi. Engir starfsmenn voru í Svartsengi þegar gos hófst.

Svartsengi er nú merkt appelsínugult í uppfærðu hættumati Veðurstofunnar.