Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu og er viðurkenning á því að þátttakendur hafi náð markmiðum um jöfn hlutföll kynjanna í efstu lögum stjórnunar, það er í stjórnum og framkvæmdastjórnum. Hlutfallið er jafnt í stjórn HS Orku og í framkvæmdastjórn sitja þrjár konur og fjórir karlar.
Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri reksturs, veitti viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd HS Orku við hátíðlega athöfn í Háskóla Íslands í gær. Auk fyrirtækjanna hlutu 22 opinberir aðilar og 16 sveitarfélög viðurkenningu og eru viðurkenningarhafarnir í ár því 128 talsins.
Bryndís Reynisdóttir, verkefnisstjóri Jafnvægisvogarinnar, segir ánægjulegt að sjá hversu mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög í Jafnvægisvoginni sinna jafnréttismálum af metnaði. „Þrátt fyrir þennan góða árangur er ljóst að enn er langt í land með að ná fullu jafnrétti. Það er mikilvægt að hvert og eitt fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag skoði stöðu sína og krefjist þess að kynjahlutfall í æðstu stjórnunarstöðum sé sem jafnast, því jafnrétti er ekkert annað en ákvörðun“.