Lilja Magnúsdóttir
Lilja Magnúsdóttir er með doktorsgráðu í orkuverkfræði frá Stanford Háskóla í Bandaríkjunum og mastersgráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur einnig lokið námi í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Endurmenntun Háskóla Íslands og er formaður Jarðhitafélags Íslands. Lilja tók við stöðu framkvæmdastjóra auðlindasviðs HS Orku í ársbyrjun 2026 en hún gekk til liðs við fyrirtækið árið 2020 og leiddi deild auðlindastýringar árin 2023-2025. Hún hefur víðtæka reynslu af jarðhita og forðafræði, bæði hér á landi og erlendis. Áður starfaði hún sem yfirverkfræðingur í hönnun og þróun hjá sólarrafhlöðudeild Tesla í Kaliforníu þar sem hönnun hennar leiddi til einkaleyfis.