Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

  • 9,9

    MW

    Uppsett afl

  • 82,5

    GWh

    Ársframleiðsla

  • 48,8

    m

    Fallhæð

  • 25

    m3

    Meðalrennsli

  • 8.200

    klst

    Nýtingartími

Hsorka Geysir 0041

Brúarvirkjun var gangsett árið 2020 og er hún fyrsta vatnsaflsvirkjunin í eigu og rekstri HS Orku með afkastagetu upp á 9,9 MW. Virkjunin er rennslisvirkjun í efri hluta Tungufljóts í Biskupstungum í þeim hluta árinnar sem rennur milli jarðanna Haukadals II og Brúar, ofan við þjóðveginn að Gullfossi.

Umfang Brúarvirkjunar er tiltölulega lítið og staðsetning heppileg með tilliti til sjónrænna áhrifa. Aðalstífla virkjunarinnar liggur þvert yfir farveg Tungufljóts rétt ofan við ármót Stóru-Grjótár. Þaðan er áin leidd í um 1700 metra löngum aðrennslisgöngum neðanjarðar að stöðvarhúsi.  

Brúarvirkjun er beintengd við dreifinetið í Bláskógabyggð og nágrenni og hefur virkjunin þannig haft jákvæð áhrif á afhendingaröryggi raforku fyrir byggð á svæðinu.