Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

 • 85

  MWe

  Uppsett afl

 • 710

  GWe

  Ársframleiðsla raforku

 • 190

  MWth

  Heita vatns framleiðsla

Img 1594 1 (1)

Stækkun Svartsengisvirkjunar

Framkvæmdir við uppbyggingu sjöunda áfanga orkuversins í Svartsengi, SVA7, hófust um mitt ár 2023 en undirbúningur hafði þá staðið yfir um alllangt skeið.   

Að framkvæmdum loknum mun framleiðslugeta orkuversins aukast um þriðjung en aflgeta orkuversins er nú um 66 MW. Í verkefninu felst að eldri framleiðslueiningar í orkuverum 3 og  4 verða aflagðar en þær framleiða samanlagt 14,4 MW. Í þeirra stað verður sett upp ný framleiðslueining í stækkuðu stöðvarhúsi orkuvers 6. Framkvæmdin mun bæta nýtingu auðlindarinnar og auka framleiðslugetu versins í 85 MW. Nýr kæliturn verður einnig reistur. Vinnu við skipulags- og leyfismál lauk árið 2022 með útgáfu nýs nýtingar- og virkjunarleyfis sem heimilar  framleiðslu á 85 MW rafafli. Með tilkomu áfanga 7 í Svartsengi opnast sá möguleiki að bæta heitavatnsframleiðslu fyrirtækisins með nýjum búnaði ásamt varmaveitu í orkuveri 2. 

Tímabil mikilla jarðhræringa á Reykjanesi, sem hófst fyrir alvöru þann 10. nóvember 2023,  hefur kallað á rýmingar á verkstað í Svartsengi og því hafa framkvæmdir ekki gengið viðstöðulaust fyrir sig. Óljós er hvort jarðhræringarnar munu hafa áhrif á heildarframvindu verkefnisins en áætluð verklok eru síðla árs 2025.