Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

Úthlutað úr Samfélagssjóði í þriðja sinn

Úthlutað hefur verið úr Samfélagssjóði HS Orku í fyrri úthlutun ársins 2024. Alls eru veittir fimmtán styrkir  til fjölbreyttra samfélagsverkefna vítt og breytt um landið. 

Saf

Í maíúthlutun sjóðsins fá allar fimm björgunarsveitirnar á Suðurnesjum styrki til stuðnings því frábæra starfi sem sveitirnar hafa unnið á krefjandi tímum í landshlutanum. 

Meðal annarra verkefna sem hljóta styrki eru verkefni Knattspyrnudeildar Keflavíkur sem snýr að virkni og vellíðan flóttafólks og hælisleitenda, Þekkingarþing hjá Þekkingarsetri Suðurnesja, menningartengd ferðaþjónusta við Hvalsnes og uppbygging útiaðstöðu við Verzlunarfélag Árneshrepps, sem og styrkur til Skotdeildar Keflavíkur til uppsetningar blýfangara á Hafnarheiði.  

Næsta styrkúthlutun úr sjóðnum verður í október 2024 og tekið verður á móti umsóknum í gegnum umsóknarsvæði á vefsíðu HS Orku frá 1.-30. september næstkomandi. 

Verkefni sem hljóta styrk úr Samfélagssjóði HS Orku í maí 2024: 

 • Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík 
 • Björgunarsveitin Suðurnes 
 • Björgunarsveitin Ægir í Garði 
 • Björgunarsveitin Skyggnir í Vogum 
 • Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði 
 • Knattspyrnudeild Keflavíkur – Virkni og vellíðan flóttafólks og hælisleitenda 
 • Menningartengd ferðaþjónusta – Upplýsingaskilti við Hvalsnes 
 • Þekkingarsetur Suðurnesja – Þekkingarþing 2024 
 • Verzlunarfélag Árneshrepps – Útiaðstaða 
 • Grjóthleðslunámskeið í Höfnum 
 • Tónlistarfélagið Ellý – Tónleikaröð Ellýjar í Reykjanesbæ 
 • Act Alone – Listahátíð á Suðureyri 
 • Skotdeild Keflavíkur – Blýfangari á Hafnarheiði 
 • Sjálfsbjörg – Kriki við Elliðavatn 
 • Steinbogi – Tímaritið Skiphóll