Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

Fulltrúar HS Orku sóttu norræna námsstefnu um almannavarnir

Fyrr í haust var HS Orku boðin þátttaka í norrænni námsstefnu, Nordic Executive Course, sem er liður í aukinni samvinnu almannavarnayfirvalda og einkageirans. Fór námsstefnan fram á sænsku eyjunni Gotlandi í Eystrasalti í september s.l. Norrænir forstjórar og embættismenn almannavarna funda árlega á þessum vettvangi og er gestum boðið með í för með hliðsjón af umfjöllunarefninu hverju sinni.

Vidbragsstodu

Nú þegar grannt er fylgst með gangi náttúrunnar í Svartsengi, jarðhræringum og mögulegum gosóróa, er gott til þess að vita að öryggisdeild HS Orku er bæði vel þjálfuð og vel tengd innan geira almannavarna.

Fyrr í haust var HS Orku boðin þátttaka í norrænni námsstefnu, Nordic Executive Course, sem er liður í aukinni samvinnu almannavarnayfirvalda og einkageirans. Fór námsstefnan fram á sænsku eyjunni Gotlandi í Eystrasalti í september s.l. Norrænir forstjórar og embættismenn almannavarna funda árlega á þessum vettvangi og er gestum boðið með í för með hliðsjón af umfjöllunarefninu hverju sinni.

Í ár var áhersla lögð á samstarf einkaaðila og hins opinbera í skipulagningu neyðarviðbragða og nauðsyn þess að bregðast skjótt við. Áhrif stríðsins í Úkraínu hafa sýnt fram á mikilvægi einkageirans í öllu viðbragði og hversu ómissandi þáttur hann er sem hluti af mikilvægum innviðum.

Fulltrúar HS Orku á námsstefnunni voru þeir Hallgrímur Smári Þorvaldsson, öryggisstjóri HS Orku, og Viðar Arason, öryggisfulltrúi. Hallgrímur Smári segir þá félaga hafa haft mikið gagn af ferðinni. „HS Orka telst til mikilvægra innviða á Íslandi og því var þetta dýrmætur vettvangur til að fá innsýn í þær áskoranir sem viðbragðsaðilar nágrannaþjóðanna standa frammi fyrir, deila reynslu okkar og byggja um leið upp tengslanet og samstarf á norrænum vettvangi.“

Sendinefnd Íslands taldi um tíu manns og var hún skipuð fulltrúum Almannavarna, ráðuneyta, stofnana og sérfræðinga ásamt fulltrúum HS Orku - allt leiðandi aðilar hver á sínu sviði.