Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

  • 55

    MWe

    Uppsett afl

  • 320

    GWh

    Ársframleiðsla

Hvala

Vesturverk ehf. sem er í meirihluta eign HS Orku hefur um árabil unnið að undirbúningi Hvalárvirkjunar sem nýtir rennsli ánna Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár til orkuöflunar. Miðað við núverandi hönnun er gert ráð fyrir að afl virkjunarinnar verði 55 MW og orkuframleiðsla um 320 GWh á ári. 


Hvalárvirkjun er í orkunýtingarflokki Rammaáætlunar og því er nýting hennar til orkuframleiðslu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem kemur fram í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48 frá árinu 2011. Markmið Vesturverks með virkjuninni er einnig að stuðla að auknu öryggi raforkudreifingar á Vestfjörðum, sem er sá landshluti þar sem öryggi í afhendingu raforku er minnst og truflanir á raforkuafhendingu tíðastar. Virkjun Hvalár og tenging hennar við flutningskerfi Landsnets mun auðvelda hringtengingu flutningskerfis raforku um Vestfirði, auk þess að auðvelda tengingu annarra smærri mögulegra virkjana á svæðinu við flutningskerfið. Hvalárvirkjun er vel miðluð, með stór lóntalsverðar vatnsbirgðir í miðlunarlónum, og tiltölulega mikið uppsett afl miðað við orkuframleiðslu. Virkjunin mun því bæta aðgengi að sveigjanlegu afli í landskerfinu og minnka líkur á aflskorti, sem samkvæmt spá Landsnets er líklegur í landskerfinu í náinni framtíð.