Chat with us, powered by LiveChat Fara á efnissvæði

Hvernig getum við aðstoðað?

Þjónustuver HS Orku er opið alla virka daga frá 09-16

„Við vorum eins vel undirbúin og við gátum verið.“

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri, settist nýverið niður með Páli Ketilssyni, fréttamanni Víkurfrétta, í hlaðvarpsþættinum Suðurnesjamagasín.

Vikurfrettir

Síðustu fjórir mánuðir fara svo sannarlega í sögubækur HS Orku sem fordæmalausir tímar í rekstri fyrirtækisins. En þrátt fyrir allan hamaganginn í náttúrunni á Suðurnesjum, sem í reynd nær þrjú ár aftur í tímann, hefur starfsemi orkuveranna á Reykjanesi gengið eðlilega fyrir sig allan þann tíma, enda allt kapp verið lagt á að halda rekstri þeirra órofnum.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri, settist nýverið niður með Páli Ketilssyni, fréttamanni Víkurfrétta, í hlaðvarpsþættinum Suðurnesjamagasín. Þar ræddu þeir meðal annars viðbúnaðinn við náttúruvánni, gagnrýnina á eignarhald fyrirtækisins og arðgreiðslur og hugmyndir um þjóðarbrennslu á Suðurnesjum. Tómas horfir bjartsýnn fram á veginn, fyrirtækið er í góðum vexti og mannað öflugu starfsfólki, sem hefur svo sannarlega lyft grettistaki á síðustu vikum við afar krefjandi kringumstæður.

Sjá má viðtalið í heild sinni hér