Samfélagssjóður
HS Orku
Samfélagssjóður HS Orku hefur það að markmiði að styðja við samfélagslega jákvæð verkefni einstaklinga eða hópa og eru styrkir veittir tvisvar sinnum á ári.
Tímasetningar styrkveitinga og umsóknarfrestir
Styrkir eru veittir úr Samfélagssjóðnum tvisvar á ári. Fyrri úthlutun er 15. maí ár hvert og er opið fyrir umsóknir gegnum umsóknarsíðu frá 1.-30. apríl. Síðari úthlutun miðast við 15. október ár hvert og er þá opið fyrir umsóknir gegnum umsóknarsíðu frá 1.-30. september.
Hvernig verkefni styður sjóðurinn?
Verkefni sem hafa jákvæð áhrif á íslenskt samfélag, lífsgæði og mannlíf. Tekið er á móti umsóknum um styrki frá öllum landshlutum en sérstök áhersla er lögð á að styðja verkefni í nágrannabyggðum starfsstöðva fyrirtækisins. Við val á verkefnum er m.a. litið til þeirra heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun sem HS Orka hefur valið fyrir starfsemi sína:
Umsóknir skal senda rafrænt gegnum umsóknarsíðu sjóðsins á heimasíðu. Samfélagsráð HS Orku fer yfir umsóknir og tilkynnir styrkveitingar. Fyrirspurnir sem varða umsóknir má senda á styrkir@hsorka.is.
Úthlutunarviðmið Samfélagssjóðs HS Orku
- Sjóðurinn veitir styrki til skýrt skilgreindra verkefna og atburða. Styrkir eru veittir einstaklingum, hópum, sjálfseignarstofnunum og félagssamtökum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni.
- Að jafnaði eru styrkir á bilinu 100 til 500 þúsund krónur. Í undantekningartilvikum geta hærri styrkveitingar komið til álita. Gert er ráð fyrir að styrkir séu nýttir að fullu innan 12 mánaða frá styrkveitingu.
- Verkefni sem koma helst til greina:
Verkefni sem tengjast samfélags- og umhverfismálum, sjálfbærni og orkuskiptum.
Verkefni tengd lýðheilsu, menntun, fræðslu og forvörnum, æskulýðsstarfi, menningu og listum.
Verkefni sem skírskota til þeirra heimsmarkmiða um sjálfbæra þróun sem HS Orka hefur innleitt.
- Verkefni sem koma almennt ekki til greina:
Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki eða styrki vegna markaðsstarfs.
Sjóðurinn veitir almennt ekki náms- eða ferðastyrki. Ferðakostnaður getur þó eftir atvikum verið hluti af framkvæmd verkefna sem sjóðurinn styður.
Sjóðurinn veitir ekki styrki vegna rannsóknar- eða þróunarverkefna á vegum háskóla, stofnana, fyrirtækja eða einstaklinga.