Fara á efnissvæði

Verkefni HS Orku

Raforkuþörf á Íslandi er um þessar mundir meiri en framleiðsla. Því er þörf á að afla meiri raforku til að anna þörfum samfélagsins.

Reykjanes 4

Framleiðsla orku frá Reykjanesvirkjun hófst í maí 2006 eftir prufukeyrslu og ýmsar prófanir. Vél eitt fór í rekstur um miðjan maí og vél tvö í lok maí. Virkjunin samanstendur af tveim háþrýstingsvélum með uppsettafl uppá samtals 100 MWe. Nú stendur HS Orka í framkvæmdum við að bæta nýtingu virkjunarinnar með því að bæta við nýrri lágþrýstings vél inná kerfið. Með þessari aðferð er gufa unnin úr pæklinum frá vinnsluholunum sem nýtist ekki í háþrýstingsvélunum. Þessi gufa er nýtt með lágþrýstingsvél sem mun skila um 22-30 MWe. 

Framkvæmdir hófust árið 2020 og er áætlað að vél 4 fari í rekstur snemma árs árið 2023. 

Reykjanesvirkjun (2)
 • Uppsett afl

  30 MWe

  Uppsett afl

 • Ársframleiðsla

  230 GWh

  Ársframleiðsla raforku

Svartsengi 7

HS Orka hefur hafið undirbúning á hönnun og framkvæmd nýs Orkuvers 7 (OV7) í Svartsengi. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á árinu 2022 og nýtt orkuver fari í rekstur árið 2024.  Samhliða þessum áætlunum er HS Orka að leggja niður Orkuver 3 og Orkuver 4 í Svartsengi, alls eru vélarsamstæður orkuvera 3 og 4 átta talsins, ein vél í Orkuveri 3 og sjö í Orkuveri 4, alls 14,4 MWe.  

Á síðustu árum hafa Orkuver 3 og 4 (OV3 og OV4) ekki reynst eins hagkvæmar framleiðslueiningar og völ er á, orkuverin eru á aldursbilinu 30 – 40 ára og komið er að endurnýjun þeirra. Viðhalds- og rekstrarkostnaður er mjög hár, erfiðleikar hafa verið og eru í rekstri þeirra og nýtni véla er mjög lág. Sökum þessa, hóf HS Orka að undirbúa endurnýjun þessara orkuvera árið 2018. Í fyrstu var skoðað að endurnýja orkuverin í núverandi húsakynnum og með áþekkum vélasamstæðum. Það reyndist hins vegar mjög óhagkvæmt þar sem endurbyggja þyrfti að fullu vinnslurásir og afl- og stjórnbúnað orkuveranna. Samkvæmt niðurstöðum rannsókna er hagkvæmast að ein aflvél taki við hlutverki OV3 og OV4, í nýju orkuveri, Orkuveri 7 (OV7).

Oddgeir Karlsson (7)
 • Uppsett afl

  84,9 MWe

  Uppsett afl

 • Ársframleiðsla

  710 GWh

  Ársframleiðsla raforku

 • Heita vatns framleiðsla

  190 MWth

  Heita vatns framleiðsla

Krýsuvík

Saga jarðhitarannsókna í Krýsuvík nær aftur um rúmlega 70 ár og hafa komið fram margvíslegar hugmyndir um nýtingu svæðisins. Nokkur fjöldi rannsóknarborholna hafa verið boraðar á svæðinu í tengslum við þessar rannsóknir, en að auki hafa farið fram ýtarlegar yfirborðsrannsóknir. Nokkuð vandasamt hefur reynst að staðsetja aðaluppstreymissvæði jarðhitakerfisins. Í dag er svæðinu skipt upp í 4 undirsvæði, sbr. skilgreiningu rammaáætlunar númer 2 og 3, þ.e. Sandfell, Trölladyngja, Sveifluháls og Austurengjar. 

Tilgangur rannsókna og fyrirhugaðrar nýtingar HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu er að mæta sívaxandi eftirspurn eftir heitu vatni og rafmagni. Framleiðsla á heitu vatni á svæði sem er staðsett milli Svartsengis og Hellisheiði myndi ekki bara mæta aukinni þörf heldur einnig auka möguleika á að tryggja betur afhendingaröryggi t.d. með samtengingu kerfa þá bæði fyrir sveitarfélögin á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu.  

HS Orka fyrirhugar að bora næstu rannsóknarholu í Sveifluhálsi í Krýsuvík á árinu 2023. 

Krisuvik01
 • Uppsett afl

  50 MWe

  Uppsett afl

 • Ársframleiðsla

  420 GWh

  Ársframleiðsla raforku

 • Heita vatns framleiðsla

  100 MWth

  Heita vatns framleiðsla

Hvalá

Vesturverk ehf. sem er í meirihluta eign HS Orku áformar að virkja rennsli ánna Hvalár, Rjúkanda og Eyvindarfjarðarár til orkuöflunar. Miðað við núverandi hönnun er gert ráð fyrir að afl virkjunarinnar verði um 55 MW og orkuframleiðsla um 320 GWh á ári. 

Hvalárvirkjun er í orkunýtingarflokki Rammaáætlunar og því er nýting hennar til orkuframleiðslu í samræmi við stefnu stjórnvalda sem kemur fram í lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun nr. 48 frá árinu 2011. Markmið Vesturverks með virkjuninni er einnig að stuðla að auknu öryggi raforkudreifingar á Vestfjörðum, sem er sá landshluti þar sem öryggi í afhendingu raforku er minnst og truflanir á raforkuafhendingu tíðastar. Virkjun Hvalár og tenging hennar við flutningskerfi Landsnets mun auðvelda hringtengingu flutningskerfis raforku um Vestfirði, auk þess að auðvelda tengingu annarra smærri mögulegra virkjana á svæðinu við flutningskerfið. Hvalárvirkjun er vel miðluð, með stór lón, og tiltölulega mikið uppsett afl miðað við orkuframleiðslu. Virkjunin mun því bæta aðgengi að sveigjanlegu afli í landskerfinu og minnka líkur á aflskorti, sem samkvæmt spá Landsnets er líklegur í landskerfinu í náinni framtíð. 

Kort Af Vestfjörðum Video Grab
 • Uppsett afl

  55 MWe

  Uppsett afl

 • Ársframleiðsla

  320 GWh

  Ársframleiðsla raforku