Fara á efnissvæði

Öryggisstefna

Það er stefna HS Orku að:

 • Fyrirbyggja að óhöpp, slys eða hættutilvik eigi sér stað.
 • Tryggja skilvirkt skipulag og markvissa stjórnun.
 • Vinna stöðugt að umbótum á sviði öryggis-, heilbrigðis- og vinnuverndarmála.
 • Tryggja að starfsmenn hafi hlotið viðeigandi þjálfun í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuverndarmálum.
 • Vinna í fullu samræmi við lög, reglugerðir og aðrar kröfur sem og vottað verklag.

Umhverfisstefna

Það er stefna HS Orku að:

 • Fyrirbyggja að hættutilvik, óhöpp eða slys á umhverfi eigi sér stað.
 • Tryggja skilvirkt skipulag og markvissa stjórnun.
 • Vinna stöðugt að umbótum á sviði umhverfismála.
 • Veita öllum starfsmönnum, verktökum og gestum viðhlítandi fræðslu um umhverfismál.
 • Draga úr úrgangi frá fyrirtækinu, endurnýta hráefni og flokka úrgang til endurvinnslu eins og unnt er.
 • Nota efni sem hægt er að endurnýta og endurvinna, sem er slitsterkt og endingargott og velja umhverfisvottaðar vörur og þjónustu eins og kostur er.
 • Draga úr notkun eiturefna og hættulegra efna og að ekki skapist hætta af völdum notkunar slíkra efna.
 • Starfa sem mest í sátt við lífríki og náttúru, halda umhverfisröskun í lágmarki og vinna að endurheimt gróðurs á svæðum sem óhjákvæmilega hafa raskast við framkvæmdir.
 • Lágmarka losun gróðurhúsalofttegunda.
 • Draga úr notkun jarðefnaeldsneytis.
 • Draga úr eiginnotkun orkuvera.
 • Verða kolefnishlutlaust fyrirtæki.
 • Nýta alla þá auðlindastrauma sem streyma inn og frá HS Orku og þeim fyrirtækjum sem nýta auðlindastraumana til fullnustu og á sem ábyrgastan hátt.
 • Vinna í fullu samræmi við lög, reglugerðir og aðrar kröfur sem og vottað verklag.

Heilsustefna

Það er stefna HS Orku að:

 • Hvetja starfsmenn til að stunda heilsurækt af ýmsu tagi og veita þeim fjárhagslegan stuðning til að auðvelda ástundun.
 • Stjórnendur og starfsmenn bera sameiginlega ábyrgð á því að vinnuaðstaða og aðbúnaður starfsfólks sé í lagi.
 • Bjóða starfsmönnum upp á árlega heilsufarsskoðun.
 • Bjóða upp á næringarríkan mat í mötuneyti starfsmanna.
 • Vinna í fullu samræmi við lög, reglugerðir og aðrar kröfur sem og vottað verklag.