Fara á efnissvæði
Aftur í yfirlit

31.03.2023

Samfélagssjóður HS Orku

Næsta úthlutun og umsóknarferli

  • Samfélagssjóður HS Orku hefur það að markmiði að styðja við samfélagslega jákvæð verkefni einstaklinga eða hópa.
  • Næsta úthlutun úr Samfélagssjóði HS Orku er þann 15. maí næstkomandi og opið er fyrir umsóknir frá 1.-30. apríl 2023.
  • Stefnt er að því að styrkir úr sjóðnum verði héðan í frá veittir tvisvar árlega og að umsóknatímabil verði einn mánuður.
  • Á upplýsingasíðu sjóðsins má finna leiðbeiningar um hvernig verkefni sjóðurinn styður og senda umsókn rafrænt inn gengum umsóknarformið: Samfélagssjóður HS Orku