Fyrirtækin í Auðlindagarðinum
Auðlindagarðurinn sem byggst hefur upp í grennd við jarðvarmaver HS Orku á Suðurnesjum er einstakur á heimsvísu, boðar nýja tíma, nýja hugsun og hvetur til enn frekari þróunar á aukinni og bættri nýtingu á því sem frá jarðvarmaverum kemur.

HS Orka
Hlutverk HS Orku er að þjóna atvinnulífi og heimilum með fjölnýtingu auðlinda á sjálfbæran hátt til virkjunar og sölu á vistvænni orku og öðrum afurðum til ávinnings fyrir viðskiptavininn og samfélagið.

HS Veitur
Fyrirtækið annast dreifingu rafmagns, heits vatns og grunnvatns og starfar á fjórum svæðum; Suðurnesjum, Hafnafirði, Árborg og í Vestmannaeyjum. Félagið veitir því mikilvæga grunnþjónustu á stórum hluta suðvesturhornsins og á Suðurlandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 96 manns.

Northern Light Inn
Northern Light Inn er gott dæmi um fyrirtæki í ferðaþjónustu sem nýtir ekki eingöngu auðlindastrauma frá jarðvarmaveri HS Orku heldur einnig þá auðlind sem náttúran er.

Bláa Lónið Heilsulind
Bláa Lónið er einstakt dæmi um fjölnýtingu og sjálfbæra nýtingu jarðvarmans, og jafnframt gott dæmi um það hvernig vinna má með náttúruauðlindir til verðmætasköpunar.

Stolt Sea Farm Iceland
Fiskeldisfyrirtækið Stolt Sea Farm Iceland, sem stofnað var árið 2012, á og rekur hátæknifiskeldi á Reykjanesi skammt frá jarðvarmaveri HS Orku.

Bláa Lónið Lækningalind
Bláa Lónið leitast við að haga framleiðsluháttum húðvaranna á sjálfbæran og umhverfisvænan hátt. Þar má nefna að Bláa Lónið notast eingöngu við hráefni úr nærumhverfi sínu og hefur einnig þróað grænar vinnsluaðferðir á hráefnum sínum.

Haustak og Laugafiskur
Haustak og Laugafiskur eru staðsett í grennd jarðvarmavers HS Orku á Reykjanesi. Fyrirtækin á sinn stóra þátt í fullnýtingu sjávarfangs sem Íslendingar eru þekktir fyrir bæði innanlands og utan.

Carbon Recycling Int.
Verksmiðja Carbon Recycling Int., sem nýtir ólíka auðlindastrauma jarðvarmavirkjunarinnar í Svartsengi, er sú eina sinnar tegundar í heiminum sem nýtir koltvísýring til framleiðslu á endurnýjanlegu metanóli á iðnaðarskala.

ORF Líftækni
Fyrirtækið framleiðir og selur vaxtarþætti fyrir læknisfræðirannsóknir og húðvörur og byggir framleiðslan á einstakri erfðatækni sem gerir kleift að framleiða vaxtaþætti og önnur prótein í byggi.

Bláa Lónið Þróunarsetur
Bláa Lónið er leiðandi hér á landi í ræktun smáþörunga, en fyrirtækið hefur ræktað þörunga í 20 ár. Árið 2012 var mikilvægt skref stigið þegar Bláa Lónið hóf að nýta CO2-ríkt jarðvarmagas frá jarðvarmaveri HS Orku við ræktun þörunga.

Matorka
Matorka er fiskeldisfyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að rækta hágæða bleikjufisk. Bleikjan er flutt út og seld á mörkuðum í Norður Ameríku og Evrópu. Eldiskerfin þeirra hjálpa við að viðhalda stöðugleika í vexti og gæðum fisksins allt árið um kring en fyrirtækið reiðir sig á endurnýjanlega jarðvarmaorku frá HS Orku og er starfsemin þeirra kolefnishlutlaus.