Krefjandi störf á heitu svæði


STAÐARVERKFRÆÐINGUR

Við leitum að öflugum staðarverkfræðingi til að leiða byggingu jarðvarmavirkjana á Reykjanesi. Í boði er áhugavert starf á krefjandi og skemmtilegum vinnustað.

Starfið felur í sér:

 • Ábyrgð á nýframkvæmdum við jarðvarmavirkjanir.
 • Að leiða og sjá um verkskipulagningu, kostnaðaráætlanir og rýni útboðsgagna.
 • Að leiða og stýra framkvæmdum af hálfu verkkaupa. Jafnframt bera ábyrgð á framkvæmd verks, öryggis- og umhverfismálum, gæðaeftirliti, kostnaðareftirliti og breytingastjórnun.
 • Að undirbúa verkefni til reksturs.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun á sviði verkfræði, MPM gráða eða sambærileg menntun er kostur.
 • Yfirgripsmikil þekking á verklegum framkvæmdum.
 • Að minnsta kosti 10 ára reynsla af stórum framkvæmdum.
 • Þekking og reynsla af öryggis- og umhverfismálum.
 • Þekking á orkuiðnaði er kostur.
 • Afburða góð samskiptafærni, sjálfstæði í starfi, frumkvæði og metnaður til að ná árangri.

Nánari upplýsingar veitir Þór Gíslason, thg@hsorka.is

JARÐFRÆÐINGUR Á AUÐLINDASVIÐI

Við leitum að öflugum starfsmanni til að styrkja auðlindasvið okkar. Auðlindasviðið ber ábyrgð á nýtingu auðlinda sem fyrirtækinu hefur verið treyst fyrir.

Starfið felur í sér:

 • Vinnslueftirlit.
 • Ráðgjöf við undirbúning og framkvæmd borframkvæmda.
 • Samskipti við ráðgjafa, verktaka og aðra jarðhitasérfræðinga innan- og utanlands.

Við viljum gjarnan heyra í þér ef þú:

 • Hefur mikinn metnað, frumkvæði og getur unnið sjálfstætt.
 • Ert tilbúin(n) til að takast á við krefjandi verkefni.
 • Ert með jarðfræðimenntun.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Vala Matthíasdóttir kvm@hsorka.is

Við hvetjum þig til að sækja um. Störfin henta jafnt konum sem körlum.

Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2018


Smelltu hér til að sækja um starf.