Takmörkun gesta í Svartsengi


HS Orka hefur gripið til aðgerða vegna COVID-19 veirunnar. Þetta er gert til þess að halda rekstri orkuveranna í eðlilegu horfi og að lykilstarfsmenn séu ávallt til staðar. Ekki er til staðar grunur um smit á meðal starfsmanna HS Orku.

Áhrifanna gætir helst í innra starfi HS Orku og aðgerðirnar miða að því að takmarka útbreiðslu veirunnar eins og kostur er. Auk almennra aðgerða sem felast í auknum þrifum og þess háttar, snúa helstu atriði að því að minnka samgang starfsmanna. Starfsmenn, sem ekki þurfa að vera í orkuverunum, munu sinna störfum í fjarvinnu og munu nýta sér fjarfundabúnað til að hafa samskipti sín á milli og við aðila utan fyrirtækisins.

Ekki er gert ráð fyrir því að viðskiptavinir HS Orku muni finna fyrir þessum aðgerðum að nokkru leyti og venjulegar samskiptaleiðir í gegnum síma, fjarfundabúnað og tölvupóst eru opnar.