Nýr yfirlögfræðingur HS Orku


Arna.jpg

Arna Grímsdóttir hefur verið ráðinn yfirlögfræðingur HS Orku. Arna er með Cand.jur. frá lagadeild Háskóla Íslands og réttindi sem héraðsdómslögmaður. Hún hefur störf hjá fyrirtækinu í byrjun næsta árs.

Frá árinu 2009 hefur Arna starfað sem lögfræðingur hjá Reitum fasteignafélagi og sem framkvæmdastjóri lögfræðisviðs fyrirtækisins frá 2015.

Arna er stjórnarformaður í stjórn UN Woman á Íslandi, hún situr í stjórn Akta sjóða hf. og hefur setíð í stjórn félags fyrirtækjalögfræðinga sem og fjölmargra dóttur- og systurfélaga Reita.

Arna mun taka sæti í framkvæmdastjórn HS Orku.