Ný stjórn HS Orku


Nýlega var gengið frá breytingum á eignarhaldi HS Orku hf. Jarðvarmi slhf., samlagshlutafélag í eigu 14 lífeyrissjóða, sem til langs tíma hefur átt 33,4% hlut í HS Orku, hefur eignast 50% hlut í fyrirtækinu.

Jarðvarmi slhf. eignaðist allt hlutafé í HS Orku með kaupum á 54,3 % hlut Innergex Renewable Energy og 12.3% hlut Fagfjárfestingasjóðsins Arkar og seldi í framhaldinu 50% hlut til Ancala Partners.

Ancala Partners sem er breskt sjóðastýringafyrirtæki og samstarfsaðili Jarðvarma slhf. er endanlegur eigandi 50% hlutar í HS Orku í gegnum 100% eignarhald sitt á Magma Energy Sweden AB. Í kjölfar breytingar á eignarhaldi hefur ný stjórn félagsins verið kosin og hana skipa:

Gylfi Árnason, formaður

Kurt Håkansson, varaformaður

Anna Skúladóttir, meðstjórnandi

Heike Bergmann, meðstjórnandi

Stjórn 2019 lárétt

Ný stjórn HS Orku ásamt forstjóra.