ISO 14001 og OHSAS 18001 vottanir komnar í hús


HS Orka hefur hlotið vottun á umhverfisstjórnunarkerfi sínu samkvæmt ISO 14001 og öryggisstjórnunarkerfi samkvæmt OHSAS 18001. BSI sá um að framkvæma úttektina en þeir eru leiðandi aðili í vottun á stjórnkerfum samkvæmt alþjóðlegum stöðlum.

Vottunin felur í sér formlega viðurkenningu á því að öryggis- og umhverfismálum hjá HS Orku sé stjórnað, að fagleg vinnubrögð séu ávallt viðhöfð og að unnið sé að stöðugum umbótum í öryggis- og umhverfismálum. Vottunin nær til framleiðslu og sölu á rafmagni, heitu og köldu vatni og tilfallandi náttúruauðlinda straumum.

Á sama tíma var uppfærsla á ISO 9001 staðlinum en HS Orka hefur verið með þá vottun síðan 2015.

Vottunin

Kristín Birna Ingadóttir gæðastjóri HS Orku og Árni H. Kristinsson framkvæmdastjóri BSI