HS Orka hlýtur jafnlaunavottun


Jafnlaunavottun.jpg

Ásgeir Margeirsson forstjóri og Petra Lind Einarsdóttir mannauðsstjóri

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Jafnlaunavottunin er fjórða formlega vottunin sem HS Orka fær en fyrir hefur fyrirtækið fengið vottun skv. ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001.

Hjá HS Orku starfa 65 starfsmenn og styður jafnlaunavottunin við starfsmannastefnu fyrirtækisins þar sem tekið er tillit til ábyrgðar, frammistöðu og árangurs við ákvörðun kjara til þess að laða að og halda sem hæfustu starfsfólki.