Albert Albertsson sæmdur riddarakrossi


Albert Albertsson hugmyndasmiður HS Orku var á nýársdag sæmdur riddarakrossi fyrir framlag sitt á vettvangi jarðhitanýtingar, athöfnin fór fram á Bessastöðum.

Albert hefur starfað hjá HS Orku frá 1977 og  hefur hann frá upphafi verið í fararbroddi varðandi varðandi nýsköpun og þróun og innleitt slíka hugsun og vinnubrögð í fyrirtækið. Eitt af mörgum verkefnum sem hann hefur borið hitann og þungann af er Auðlindagarðinn sem byggst hefur upp í grennd við orkuver HS Orku á Reykjanesi. Auðlindagarðurinn er einstakur, þar sem hvatt er til enn frekari þróunar og bættri nýtingu á því sem frá orkuverum kemur. Markmið Auðlindagarðsins er "Samfélag án sóunar", þ.e. að allir auðlindastraumar orkuversins séu nýttir á sem ábyrgastan hátt, samfélaginu til framþróunar og heilla.

Samstarfsmenn Alberts óska honum innilega til hamingju.

Albert

Albert ásamt eiginkonu sinni Rannveigu Víglundsdóttur