Ánægðustu viðskiptavinirnir hjá HS Orku

Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir HS Orku enn og aftur þeir ánægðustu í flokki orkusala.
Við erum mjög þakklát og lítum á verðlaunin sem áskorun um að halda áfram að sinna okkar viðskiptavinum vel. Við leggjum áherslu á að nýta alla strauma til verðmætasköpunar samfélaginu til hagsbóta.
Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa sameiginlega að og er framkvæmd í höndum Zenter rannsókna með það að markmiði að útvega fyrirtækjum samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina.
Takk fyrir okkur!
Starfsfólk HS Orku