Ánægðustu viðskiptavinirnir hjá HS Orku


Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni eru viðskiptavinir HS Orku enn og aftur þeir ánægðustu í flokki orkusala. Við fengum einkunnina 68 af 100 mögulegum og vorum hástökkvarar ársins í okkar flokki.

Við erum mjög þakklát og sjáum verðlaunin sem áskorun um að halda áfram að móta samfélag skapandi strauma. Samfélag þar sem allir straumar eru nýttir til verðmætasköpunar samfélaginu til hagsbóta. Umfram allt munum við þó ganga um auðlindirnar af virðingu enda ber okkur að skila þeim áfram til komandi kynslóða. 

Íslenska ánægjuvogin er könnun sem Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa sameiginlega að og er framkvæmd í höndum Zenter rannsókna með það að markmiði að útvega fyrirtækjum samræmdar mælingar á ánægju viðskiptavina.

Takk fyrir okkur!

Starfsfólk HS Orku