Leiðbeiningar til verktaka á athafnasvæði HS Orku


COVID19

Viðbúnaður HS Orku vegna COVID 19 hefur verið aukinn. Fyrirtækið vill gæta ýtrustu varúðar og eftir fremsta megni tryggja öryggi starfsfólks, verktaka og birgja, auk starfsemi HS Orku sem gegnir mikilvægu innviðahlutverki.

  • Engir verktakar skulu vinna á athafnasvæði HS Orku nema slík vinna sé áríðandi og nauðsynleg til að viðhalda rekstri orkuveranna skv. ákvörðun framkvæmdastjóra framleiðslu og/eða rekstrarstjóra orkuveranna.
  • Ef starfsmaður verktaka finnur fyrir flensueinkennum (hiti, þurr hósti, beinverkir) skal ekki mæta á athafnasvæði HS Orku. Að öðru leyti er vísað í almennar leiðbeiningar frá sóttvarnalækni.
  • Starfsfólk verktaka sem er að koma erlendis frá er óheimilt að koma á athafnasvæði HS Orku í fimm daga eftir heimkomu
  • Þeir starfsmenn verktaka sem hafa verið í nánd við einstakling sem greinst hefur með veiruna fylgi leiðbeiningum sóttvarnalæknis og mæti þar að auki ekki á athafnasvæði HS Orku nema að fengnu samþykki öryggisstjóra HS Orku.
  • Þeir starfsmenn verktaka sem ferðast hafa á skilgreind áhættusvæði fylgi leiðbeiningum sóttvarnalæknis og mæti þar að auki ekki á athafnasvæði HS Orku nema að fengnu samþykki öryggisstjóra HS Orku (Skilgreind svæði með smitáhættu)

Verktakar og/eða birgjar sem eiga gilt erindi á athafnasvæði HS Orku þurfa að fylgja eftirfarandi reglum:

  1. Stjórnstöðvar í Svartsengi og Reykjanesvirkjun verða lokaðar öðrum en vaktmönnum á vakt hverju sinni og tæknifólki í sérstökum verkefnum.
  2. Skrifstofur, kaffistofa og önnur aðstaða í orkuverunum er eingöngu opin þeim er hafa þar reglulega aðstöðu. Öðrum er óheimilt að fara þangað.
  3. Brýnt er fyrir starfsmönnum verktaka að gæta að leiðbeiningum og áherslum um hvernig verjast má smiti, m.a. gæta að 2 m bili á milli fólks, forðast að snerta sameiginlega snertifleti og vera vakandi fyrir hreinlæti. www.landlaeknir.is geymir bestu leiðbeiningar í þessu efni.
  4. Ef ekki er unnt að hafa 2 m bil á milli fólks vegna eðli vinnu, skal bera öryggisgleraugu og andlitsgrímu og tryggja að hendur séu hreinar eða vera í hreinum hönskum.
  5. Hengdar verða upp leiðbeiningar og merkingar sem starfsmönnum verktaka er skylt að fylgja í hvívetna.